Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Háskóli Íslands starfrækir ellefu rannsóknasetur á tólf stöðum á Íslandi, hið nýjasta í Þingeyjarsveit.
Háskóli Íslands starfrækir ellefu rannsóknasetur á tólf stöðum á Íslandi, hið nýjasta í Þingeyjarsveit.
Fréttir 4. apríl 2024

Rannsóknasetrin efla byggðirnar

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Rannsóknasetur Háskóla Íslands efla menningu, atvinnulíf og mannlíf í byggðunum þar sem þau starfa. Þetta kom fram á ársfundi Stofnunar rannsóknasetra 14. mars.

Hólmfríður Sveinsdóttir.

HÍ starfrækir 11 rannsóknasetur á 12 stöðum á landinu, hið nýjasta er í Þingeyjarsveit og er ætlað að stunda rannsóknir á sviði umhverfishugvísinda.

Viðfangsefni setranna eru fjölbreytt og fást þau m.a. við rannsóknir á lífríki hafsins, umhverfi og landnýtingu, hvölum, fiskum og fuglum, ferðamálum, bókmenntum, sagnfræði, fornleifafræði, þjóðfræði og jarðfræði. Á síðasta ári voru starfsmenn setranna 56 talsins, í 37 stöðugildum.

Fram kom á fundinum að starfsemi rannsóknasetra HÍ hefði sannað gildi sitt varðandi eflingu rannsókna, háskóla- og atvinnustarfsemi víða um land og aukið tengsl háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á umliðnum tveimur áratugum. Þess sjáist merki víða um land.

Forstöðumenn Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum, í Þingeyjarsveit, á Norðurlandi vestra, í Vestmannaeyjum, á Vestfjörðum, Suðurlandi og Höfn höfðu m.a. framsögu á fundinum.

Undirstaða framfara og nýsköpunar

Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, var ein framsögumanna. Hún lagði sérstaka áherslu á mikilvægi háskólanna í eflingu byggðanna. „Háskólarnir og háskólastarfsemi eru algjör prímus mótor í allri þekkingaröflun og miðlun og það er undirstaða framfara og nýsköpunar.“ Nýsköpun byggi undir verðmætasköpun sem efli seiglu samfélagsins.

Að sögn Hólmfríðar hafa hinar ólíku aðstæður sem rannsóknasetur HÍ starfa við á landsbyggðinni átt sinn þátt í góðum árangri þeirra. Styttri boðleiðir og svæðisbundið atvinnulíf sé af hinu góða þegar rannsóknir eru hagnýttar. Samtalið og sú þekking sem fólk búi yfir leiði oft til mikillar nýsköpunar og hið risastóra þekkingarnet sem setrin og háskólinn séu komi iðulega að miklu gagni. Klasasamstarf, þar sem háskólarnir séu lykilsamstarfsaðilar, hafi átt sinn þátt í að nýta auðlindir og búa til verðmæti.

Grunnmynd af klasasamstarfi: háskólar, stjórnvöld, atvinnulíf, samfélag og umhverfi. Slík þverfagleg nálgun er sögð mikilvæg í nýsköpun. Mynd / Skjáskot-hs

Verðmæt tenging fyrir byggðirnar

Grunnklasasamstarfið byggir, að sögn Hólmfríðar, á þremur þáttum; stjórnvöldum, atvinnulífi og háskólunum, en í nýlegu líkani hafi bæst við umhverfi og samfélag, sem sé afar mikilvæg viðbót. „Það er mjög mikilvægt að hafa þessa þverfaglegu nálgun þegar við erum að vinna að nýsköpun,“ sagði Hólmfríður.

Rannsóknasetrin séu m.a. sterk því þau geti leitað inn í sitt bakland á hverjum stað og fengið alls konar dýrmæta þekkingu sem nýtist.

Hólmfríður minntist á að áður fyrr hefði alltaf þurft að byggja hús og bjóða inn í það öllum þessum þverfaglegu aðilum en nú væri öldin önnur á tímum stafrænna samskipta og rannsóknasetrin partur af risastóru neti. „Sú tenging er svo verðmæt fyrir byggðirnar,“ sagði hún og minnti á mikilvægi þess að fólk hefði aðgang að setrunum með sín mál og sömuleiðis að starfsfólk setranna leitaði út til fólks á svæðunum eftir þekkingu og upplýsingum.

HÍ, HH og LbhÍ myndi háskólasamstæðu

Fram kom í máli Hólmfríðar að háskólasamstæður hafi verið stofnaðar víða um heim til að efla menntunarstig á dreifbýlli svæðum. Að mynda slíka samstæðu sé einmitt það sem HÍ og Háskólinn á Hólum séu að vinna að um þessar mundir.

„Þar er markmiðið að efla menntun og þekkingaröflun og byggja upp kvika og dýnamíska háskólasamstæðu sem býður upp á fjölbreytt nám, öflugar rannsóknir og eykur tengsl við atvinnulíf og samfélag um allt land,“ sagði hún.

Horft væri til að HÍ yrði leiðandi háskóli í íslensku samfélagi og HH áfram sérhæfður. „Þarna erum við að hugsa um að fá fleiri háskóla inn, t.d. Landbúnaðarháskólann,“ sagði Hólmfríður. Þar með kæmi landbúnaðurinn sterkur inn með öll búvísindin og viðHHséboðiðuppánámí fiskeldi, ferðaþjónustumálum og hestafræði. Slík háskólasamstæða yrði þannig með mjög breiða faglega vídd. „Svona þverfaglegt þekkingarnet stuðlar að nýsköpun. Þá ekki eingöngu nýsköpun sem er efnahagslega sjálfbær, heldur líka umhverfislega og samfélagslega sjálfbær,“ sagði hún.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...