Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráðlagt aflamark þorsks lækkað
Fréttir 23. júní 2022

Ráðlagt aflamark þorsks lækkað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 leggur til 6% lækkun á aflamarki þorsks og að ráðlagður heildarafli fari úr 222.373 í 208.844 tonn.

Lækkun er rakin til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni og sveiflujöfnunar í aflareglu.

Samkvæmt ráðgjöfinni er gert ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi.

Aukin ýsa en minni af ufsa

Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 62. 219 tonn sem er 23% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar ný- liðunar frá 2019 og 2020.

Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu lækkar um 8% frá yfirstandandi fiskveiðiári og er alls 71. 300 tonn.

Gullkarfa nálgast aðgerðamörk

Nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og hrygningarstofn minnkað umtalsvert og mælist við aðgerðamörk. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 25. 545 tonn og 20% lægra en á yfirstandandi fiskveiðiári.

Ráðgjöf fyrir grálúðu stendur í stað frá fyrra ári og er 26. 710 tonn.

Minni sókn í íslensku sumargotssíldina

Samkvæmt úttekt Hafrannsóknastofnunar hefur stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar farið vaxandi. Árgangar 2017 og 2018 eru metnir talsvert stærri en undangengnir árgangar og eru nú meginuppistaðan í viðmiðunarstofninum.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 66.195 tonna afla fiskveiðiárið 2022/2023 en samkvæmt aflareglu stjórnvalda er hann 72.239 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.

Tillögur um hámarksafla fiskveiðiárið 2022/2023 ásamt tillögum og aflamarki stjórnvalda fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Mynd / Hafrannsóknastofnun.

Skylt efni: þorskur | aflamark

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...