Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ráðlagt aflamark þorsks lækkað
Fréttir 23. júní 2022

Ráðlagt aflamark þorsks lækkað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2022/2023 leggur til 6% lækkun á aflamarki þorsks og að ráðlagður heildarafli fari úr 222.373 í 208.844 tonn.

Lækkun er rakin til lækkunar á mati á viðmiðunarstofni og sveiflujöfnunar í aflareglu.

Samkvæmt ráðgjöfinni er gert ráð fyrir að viðmiðunarstofn þorsks fari hægt vaxandi næstu tvö til þrjú ár þegar árgangarnir frá 2019 og 2020 koma inn þar sem þeir eru nú metnir yfir meðallagi.

Aukin ýsa en minni af ufsa

Samkvæmt aflareglu verður aflamark ýsu 62. 219 tonn sem er 23% hækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Áætlað er að viðmiðunarstofninn muni stækka næstu tvö árin vegna góðrar ný- liðunar frá 2019 og 2020.

Ráðgjöf fyrir ufsa samkvæmt aflareglu lækkar um 8% frá yfirstandandi fiskveiðiári og er alls 71. 300 tonn.

Gullkarfa nálgast aðgerðamörk

Nýliðun gullkarfa hefur verið mjög slök undanfarinn áratug og hrygningarstofn minnkað umtalsvert og mælist við aðgerðamörk. Fyrirséð er að stofninn fari minnkandi á komandi árum og að draga þurfi verulega úr sókn. Samkvæmt aflareglu verður heildaraflamark gullkarfa 25. 545 tonn og 20% lægra en á yfirstandandi fiskveiðiári.

Ráðgjöf fyrir grálúðu stendur í stað frá fyrra ári og er 26. 710 tonn.

Minni sókn í íslensku sumargotssíldina

Samkvæmt úttekt Hafrannsóknastofnunar hefur stofnstærð íslensku sumargotssíldarinnar farið vaxandi. Árgangar 2017 og 2018 eru metnir talsvert stærri en undangengnir árgangar og eru nú meginuppistaðan í viðmiðunarstofninum.

Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir 66.195 tonna afla fiskveiðiárið 2022/2023 en samkvæmt aflareglu stjórnvalda er hann 72.239 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.

Tillögur um hámarksafla fiskveiðiárið 2022/2023 ásamt tillögum og aflamarki stjórnvalda fyrir fiskveiðiárið 2021/2022. Mynd / Hafrannsóknastofnun.

Skylt efni: þorskur | aflamark

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...