Refaveiði í Skaftárhreppi
Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfélaginu.
Því verður skipt upp í fimmtán veiðisvæði og samið verður við sama veiðimanninn á hverju svæði fyrir sig á ársgrundvelli.
Þá hefur sveitarstjórn samþykkt að greiða 16.000 krónur fyrir hvert skott, sem skilað er inn af veiðimönnum með samning. Hvert og eitt veiðisvæði inniheldur mismunandi fjölda lögbýla en landamerki þeirra ráða skiptingu svæða.
Næst á dagskrá er að auglýsa eftir veiðimönnum og útfæra svæðaskiptinguna, að því er fram kemur í fundargerð sveitastjórnar Skaftárhrepps.