Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Engin frystiskylda er lengur á innflutningi á kjöti.
Engin frystiskylda er lengur á innflutningi á kjöti.
Fréttir 8. janúar 2020

Reglur tóku gildi um áramótin sem heimila innflutning á hráum ófrosnum búvörum

Höfundur: smh

Um áramótin tóku gildi reglur sem heimila innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk frá Evrópska efnahagssvæðinu.

Forsöguna má rekja til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim í sumar til að heimila þennan innflutning, í kjölfar EFTA-dóms frá því í nóvember 2017. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að innflutningseftirlit á Íslandi með hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samræmdist ekki samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Eftir lagabreytingu er ekki lengur nein frystiskylda fyrir hrátt kjöt og ekki þarf að sækja um sérstakt leyfi til Matvælastofnunar um innflutning á matvælum frá löndum á Evrópska efnahagssvæðinu.

Viðbótartryggingar fyrir salmonellu

Heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum var samþykkt í upphafi síðasta árs. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var svo samþykkt á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október á síðasta ári. Í því felst að fyrir ferskt alifugla-, nauta- og svínakjöt þarf að fylgja viðskiptaskjal frá sendanda afurðanna þar sem allar uppruna- og rekjanleikjaupplýsingar er að finna – og staðfesting á neikvæðum niðurstöðum salmonellugreininga. Komi afurðirnar frá landi sem er með sambærilegar viðbótartryggingar, eins og Svíþjóð, Finnlandi eða Noregi, þarf ekki staðfestingu á þessu.

Leyfisveitingakerfi Matvælastofnunar um innflutning er lagt niður og færist ábyrgðin nú yfir á innflutningsaðilana sjálfa. Opinber vöktun verður þó með salmonellu í innfluttum kjötafurðum og eggjum og kampýlóbakter í innfluttu alifuglakjöti. Sérreglur sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að um kampýlóbakter í ófrosnu alifuglakjöti miða að því að koma í veg fyrir að fólk sýkist og draga úr líkum á því að kampýlóbakter-mengað kjöt berist til landsins. Í þeim felst að til að mega setja ferskt ófrosið kjöt á markað verða innflutningsaðilar að krefjast niðurstaðna greininga áður en vöru er dreift á markað, þar sem staðfest er að kampýlóbakter hafi ekki geinst í kjötinu. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...