Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjölnota reiðskemma á Hvanneyri myndi nýtast við kennslu og þjálfun.
Fjölnota reiðskemma á Hvanneyri myndi nýtast við kennslu og þjálfun.
Fréttir 2. ágúst 2017

Reiðkennsla mögulega færð til Hvanneyrar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Hestamiðstöðin og jörðin Mið-Fossar í Borgarbyggð hefur verið auglýst til sölu. Leigusamningur Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri um afnot af jörðinni og aðstöðu hennar rennur út árið 2018. Skólinn hyggur á byggingu fjölnota skemmu á Hvanneyri sem nýtast á við reiðkennslu.
 
Jörðin Mið-Fossar í Borgarbyggð er 599 ha að stærð með 52,9 ha af ræktuðu landi. Á jörðinni er velútbúin 2030 fm2 reiðhöll, 750 fm hesthús fyrir 79 hesta og aðstöðu fyrir kennslu og sýningar af ýmsu tagi. Þar er einnig reiðvöllur og hafa farið þar fram keppnir og kynbótasýningar. Fasteignamat jarðarinnar eru tæpar 106 milljónir króna en brunabótamatið rúmar 460 milljónir króna.
 
Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri hefur leigt Mið-Fossa undanfarin ár og rekið þar hestamiðstöð undir reiðkennslu og aðstöðu fyrir hross nemenda en leigusamningurinn rennur út árið 2018.
 
Hagkvæmt til lengri tíma
 
Kostnaður LbhÍ við rekstur og leigu miðstöðvarinnar hefur verið um 20 milljónir króna á ári síðustu tvö ár að því er fram kemur í fundargerð háskólaráðs LbhÍ. Eigendur jarðarinnar hafa hins vegar boðað 26% hækkun á leigu fyrir hesthús og reiðhöllina. 
 
Rektor LbhÍ skipaði á vordögum starfshóp sem kanna átti fýsileika þess að flytja reiðkennsluna til Hvanneyrar. Niðurstaða starfshópsins var sú að vænlegast þætti að losa skólann undan kostnaði við leigu á Mið-Fossum og byggja þess í stað fjölnota skemmu sem kosta á um 45 milljónir króna. 
 
Engin ákvörðun hefur verið tekið í þeim efnum en Birni Þorsteinssyni rektor og framkvæmdastjórn LbhÍ var falið að útfæra tillögu starfshópsins. Að sögn Björns er grundvöllur fyrir byggingu reiðskemmu ef heimild fæst fyrir slíka stofnframkvæmd í fjárlögum. Til lengri tíma litið yrði uppbygging á Hvanneyri hagkvæmari fyrir skólann.
Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...