Riðið yfir Álftavatn í Soginu
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
„Þetta var mjög góð og skemmtileg ferð, það voru um 70 manns í hnakk, flestir fóru út í vatnið og í eyjuna.
Við í Miðengi höfum verið með þessa reið frá 1994, alltaf daginn fyrir 17. júní,“ segir Sverrir Sigurjónsson, sem stýrði Álftavatnsreiðinni í ár eins og síðustu ár. Það er Miðengisfólkið og þeirra vinir sem fara í reiðina. Álftavatn er í Soginu á mörkum Grafningshrepps og Grímsness. Það er 2,2 km², dýpst 2 m og í 15 m hæð yfir sjó. Vað er á vatninu sem heitir Álftavað.