Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi.
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi.
Fréttir 3. desember 2018

Ríflega 30 þúsund rúllur farnar utan í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Farmskipið Antje hefur verið í stöðugum siglingum með heyrúllur frá Íslandi til Noregs frá því í september, en fimmta og síðasta ferð þess var farin frá Sauðárkróki undir liðna helgi. Skipið tekur um 5.700 rúllur í ferð. Þegar er búið að senda út ríflega 30 þúsund heyrúllur sem er samkvæmt samningi sem gerður var síðastliðið sumar.
 
Ingólfur Helgason á Dýrfinnustöðum í Skagafirði hefur staðið í ströngu síðustu tvo mánuði, en hann er einn þeirra sem hefur umsjón með heyflutningum frá Íslandi til Noregs. 
 
Einkum og sér í lagi hefur hey verið sent utan frá norðanverðu landinu, enda gekk heyskapur vel á því svæði á liðnu sumri, heyfangur var góður og umframbirgðir verulegar. Bændur í Húnavatnssýslum, Skagafirði, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hafa selt hey til Noregs nú á haustdögum að sögn Ingólfs. 
Heyi hefur einkum verið skipað um borð í skipið á Sauðárkróki og Akureyri, en einnig hefur það í eitt skipti einnig haft viðkomu á Húsavík, Reyðarfirði og á Grundartanga.
 
Skipt um skip
 
Benedikt Hjaltason í Eyjafjarðarsveit hefur haft puttann á púlsinum varðandi heyflutninga frá sínu svæði og nefnir hann að bændur í Eyjafirði eigi enn þokkalegt magn sem hugsanlegt sé að senda út, en beðið sé átekta með hvort af frekari heysölu verður. Þegar hafi á bilinu 32 til 34 þúsund rúllur verið seldar til Noregs.
 
Antje hefur siglt milli landanna í alls 5 ferðum en heildarmagn í ferð er tæplega 6000 rúllur. Skipið er 130 metra langt og getur einungis lagt að stærri höfnum. Nú stendur til að flytja hey út með minna skipi sem hentar betur, þ.e. skipi sem getur lagt að á minni höfnunum en í kjölfarið minnka líka landflutningar sem er töluverður ávinningur. 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...