Risafjós í byggingu í Gunnbjarnarholti
Nú styttist óðum í að risafjós sem er verið að byggja á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi verði fokhelt. Það er Arnar Bjarni Eiríksson og fjölskylda hans sem byggja. Nýja fjósið verður um 4.200 fermetrar að stærð með pláss fyrir 240 kýr. Fjórir mjaltaþjónar verða í fjósinu.
Á meðfylgjandi mynd má sjá grindina af nýja fjósinu en það verður byggt yfir núverandi fjós í Gunnbjarnarholti.