Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fulltrúar Rjómabúsins Erpsstaða með Fjöreggið á Matvæladaginn. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir og Dave Niemiec ostagerðarmaður.
Fulltrúar Rjómabúsins Erpsstaða með Fjöreggið á Matvæladaginn. Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir og Dave Niemiec ostagerðarmaður.
Mynd / Kristín Edda Gylfadóttir
Fréttir 30. október 2018

Rjómabúið Erpsstaðir hlaut Fjöreggið

Höfundur: smh

Fjöreggið, viðurkenningu Matvæla- og næringarfræðifélags Íslands og Samtaka iðnaðarins, hlaut Rjómabúið á Erpsstöðum í Dölum, en það var afhent á Matvæladegi Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands sem haldinn var á Grand hótel á fimmtudaginn.

Fjöreggið er veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði og í umsögn dómnefndar um Erpsstaðir segir eftirfarandi: „Rjómabúið var stofnað vorið 2009, þegar ábúendur á Erpsstöðum hófu ísframleiðslu. Fyrsta sumarið var einungis seldur ís beint frá býli. Veturinn 2009/10 varð Rjómabúið Erpsstaðir ehf. til sem sér félag og hefur það frá þeim tíma aukið stöðugt við sína framleiðslu. Í dag er framleitt gamaldags skyr, tvær tegundir af ostum, margar tegundir af ís og skyrkonfekt, sem var þróað og hannað í samvinnu við námskeið á vegum Listaháskóla Íslands og Matís, sem kallaðist „Stefnumót hönnuða og bænda“. Á Erpsstöðum er rekin sveitaverslun sem selur framleiðsluvörur fyrirtækisins.“

Önnur verkefni og fyrirtæki sem voru tilnefnd til Fjöreggsins voru: AstaLýsi, blanda af íslensku astasantíni og síldarlýsi, Efstidalur II, fjölskyldubýli sem rekið er af fjórum systkinum og fjölskyldum þeirra,  Heilsuprótein, framleiðsla á verðmætum afurðum úr mysu sem áður hefur verið fargað, og Matartíminn, vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna sem framleiðir mat handa skólabörnum.

Í dómnefnd 2018 sátu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins formaður, Helga Margrét Pálsdóttir, gæðastjóri Ora, Sigrún Hallgrímsdóttir, deildarstjóri eldhúss og matsala Landsspítala Háskólasjúkrahúss og Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk, hannað og framleitt hjá Gleri í Bergvík.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...