Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rofar til með dýralækna- þjón­ustu á Norðausturlandi
Fréttir 26. október 2015

Rofar til með dýralækna- þjón­ustu á Norðausturlandi

Höfundur: smh
Erfiðlega hefur gengið að manna stöður fyrir dýralæknaþjónustu á Austur- og Norðausturlandi á síðustu misserum. Í nýju fjárlagafrumvarpi er hins vegar gert ráð fyrir auknu fjármagni fyrir bætta þjónustu á Norðausturlandi, eins og Matvælastofnun hefur áður lagt til. 
 
Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar.
Að sögn Jóns Gíslasonar, forstjóra Matvælastofnunar, er nú ætlunin að auka stuðning til dýralæknaþjónustu á norðausturhluta landsins. „Fyrirkomulagið er í dag þannig að við erum með samning við tvo dýralækna á þjónustusvæðum fimm og sex; á Austurlandi og Norðausturlandi. Þetta eru dýralæknarnir Silvia Windmann og Eyrún Arnardóttir. Samningur Eyrúnar, sem er búsett á Egilsstöðum gildir til áramóta, en samningur við Silviu er til lengri tíma. Hún starfar að hluta til á svæði fimm og að hluta á svæði sex. 
 
Síðan er búið að ganga frá samningi við Vigni Sigurólason á Húsavík um þjónustu fram til áramóta á Norðausturlandi. Þar með verður stofnunin með samning við þrjá dýralækna sem sinna dýralæknaþjónustu á svæðum fimm og sex það sem eftir er ársins. Samkvæmt núgildandi reglugerð er gert ráð fyrir stuðningi fyrir einum dýralækni á hvoru svæði, en við erum hins vegar að greiða sem nemur tveimur og hálfu stöðugildi á þessum svæðum það sem eftir er af árinu,“ segir Jón.
 
Að sögn Jóns er gert ráð fyrir auknu fjármagni til dýralæknaþjónustu í nýju fjárlagafrumvarpi. „Við eigum því von á að reglugerðinni verði breytt ef þetta gengur eftir þannig að þjónustusvæðum fimm og sex verði breytt í þrjú svæði. Þar með getum við auglýst fullan stuðning til dýralæknaþjónustu á þremur svæðum í stað tveggja eins og nú er. Við vonum svo að reglugerðabreyting taki gildi eins fljótt og kostur er þannig að unnt verði að auglýsa ný svæði laus frá og með næstu áramótum. Þar með ættu þessi mál að vera komin í betra horf,“ segir Jón.
 
Í byrjun september auglýsti Matvælastofnun einnig lausa stöðu héraðsdýralæknis í Austurumdæmi, með aðsetur á Egilsstöðum, en héraðsdýralæknir sinnir eingöngu opinberum eftirlitsstörfum. Enn hefur ekki tekist að manna þá stöðu, sem hefur verið laus til umsóknar frá því snemma á þessu ári. Að sögn Jóns leitar stofnunin allra leiða til að finna lausn á þeim vanda, en héraðsdýralæknar í nærliggjandi umdæmum og sjálfstætt starfandi dýralæknar á Austurlandi hafa í millitíðinni sinnt tilteknum verk­efnum fyrir Matvælastofnun á þessu landsvæði. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...