Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sæfari við bryggju í Grímsey. Íbúar vilja nú fyrir alla muni að hugað verði að nýrri ferju og þeir fjármunir sem áttu að fara í viðhald á Sæfara gangi frekar upp í nýja og öflugri ferju.
Sæfari við bryggju í Grímsey. Íbúar vilja nú fyrir alla muni að hugað verði að nýrri ferju og þeir fjármunir sem áttu að fara í viðhald á Sæfara gangi frekar upp í nýja og öflugri ferju.
Mynd / Anna María Sigvaldadóttir
Fréttir 22. mars 2022

Sæfari ekki lengur boðlegur til farþegaflutninga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Grímseyingum þykir ferjan Sæfari, sem er í siglingum milli lands og eyjar, vart boðlegur lengur til farþegaflutninga.

Á fundi hverfis­ráðs Grímseyjar á dögunum kom­ust menn að þeirri niðurstöðu að farsælla væri að huga að kaupum á nýrri ferju, en til stendur að fara í viðhaldsframkvæmdir á Sæfara innan tíðar. Eyjarskeggjum finnst farsælla að nýta fjármuni sem fara í viðhaldskostnað upp í kaup á nýrri ferju.

Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, segir að ferjan Sæfari hafi verið í notkun í 15 ár en til stóð þegar hún kom fyrst að hún yrði í notkun í 10 ár. „Sæfari hentar mjög illa til farþegaflutninga og það er alltaf að koma betur og betur í ljós eftir því sem fjöldi farþega eykst í kjölfar aukins ferðamannastraums til Grímseyjar,“ segir Karen Nótt.

Undanfarin ár hafa æ fleiri ferða­menn, bæði Íslendingar og útlendingar, lagt leið sína til Gríms­eyjar. Útlit er fyrir að áfram verði straumur ferðamanna út í eyju og þurfi ferjan að henta þeim aukna fjölda sem þangað vill fara. Fyrr eða síðar þurfi að huga að stærra og hentugra skipi, bæði fyrir farþega og bíla.

Skylt efni: Grímsey | Sæfari | ferjusiglingar

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...