Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Samdráttur í kjötsölu nam 9,1% í sumar og 4% að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil
Mynd / HKr.
Fréttir 5. nóvember 2020

Samdráttur í kjötsölu nam 9,1% í sumar og 4% að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Miklar sveiflur voru í sölu á kjöti frá afurðastöðvum í september og nam samdrátturinn þá að meðaltali 5,7%. Á fjórum mánuðum, þ.e. frá júníbyrjun til septemberloka, nam samdrátturinn 9,1% og 4% á tólf mánaða tímabili. Virðist sem COVID19 faraldurinn sé að hafa þarna áhrif. 

Samkvæmt tölum frá atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu, sem hefur nú umsjón með slíkri gagnasöfnun sem áður var í höndum MAST, nam heildarkjötsalan frá afurðastöðvum í september rúmum 2.489 tonnum. Var þá 3,5% samdráttur í sölu á alifuglakjöti og 25,8% samdráttur í sölu á kindakjöti. Hafa ber í huga að þótt samdrátturinn í kindakjötsölunni hafi verið hlutfallslega mikill í september samsvarar hann ekki nema ríflega 156 tonnum af um 6.600 tonna árssölu. Í öðrum kjöttegundum var aukning í sölu frá afurðastöðvum sem nam 14,7% í hrossakjöti, 9,4% í svínakjöti og 8,7% í nautgripakjöti. 

Samdráttur í allri kjötsölu á 12 mánaða tímabili

Þegar litið er til 12 mánaða tímabils var 4% meðaltalssamdráttur í sölu á öllum kjöttegundum, en heildarsalan þessa 12 mánuði var tæp 27.827 tonn. Mestur var samdrátturinn í sölu á alifuglakjöti, eða um 6,3% og um 5,6% í sölu á kindakjöti. Þá var 1,8% samdráttur í sölu á nautgripakjöti, 1% samdráttur í sölu á hrossakjöti og 1% samdráttur í sölu á svínakjöti. 

Minni kjötsala í COVID19 og hruni í komu ferðamanna

Ef horft er til sumartímans, þ.e. júní, júlí, ágúst og september, sést að samdráttur í hlutfallslegri sölu frá afurðastöðvum var þá mun meiri en að meðaltali yfir 12 mánaða tímabil. Var samdrátturinn þannig í september 4% og 9,1% á síðasta ársfjórðungi. Virðist þetta vera í samræmi við þá þróun sem hefur verið í Evrópu í COVID19 faraldrinum. Þar var greinilegur samdráttur í sölu á ýmsum matvörum vegna lokunar veitingastaða. Líklegt má telja að á Íslandi spili auk þess stórt hlutverk í sölusamdrætti á kjöti, hrun í komu ferðamanna til landsins. Nýjustu fréttir frá Noregi herma að vegna lokunar veitingastaða í Evrópu hafi líka orðið samdráttur í sölu á eldislaxi með tilheyrandi verðfalli á afurðum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...