Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Sindri Sigurgeirsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Sindri Sigurgeirsson.
Mynd / TB
Fréttir 25. febrúar 2016

Samningarnir marka nýja sókn í landbúnaði

Fulltrúar bænda og ríkisins skrifuðu undir nýja búvörusamninga 19. febrúar sl. Þeir marka tímamót í landbúnaði og upphafið að nýrri sókn að mati landbúnaðarráðherra og forsvarsmanna bænda. 
 
Samningarnir fjórir eru allir prentaðir í heild sinni í nýju tölublaði ásamt fleiri upplýsingum á bls. 29–36. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, fjallar um áhrif samninganna á bls. 6.
 
Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfsskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026. 
 
Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023. Rökin fyrir löngum gildistíma eru þau að verið er að ráðast í umfangsmiklar breytingar. 
 
Meginmarkmið samninganna er að efla íslenskan landbúnað og skapa landbúnaðinum sem fjölbreyttust sóknarfæri. Samningunum er ætlað að auka verðmætasköpun í landbúnaði og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Til þess að ná þessum markmiðum eru í samningum fjölbreytt atriði sem ætlað er að ýta undir framþróun og nýsköpun í landbúnaði.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...