Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Sindri Sigurgeirsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Sindri Sigurgeirsson.
Mynd / TB
Fréttir 25. febrúar 2016

Samningarnir marka nýja sókn í landbúnaði

Fulltrúar bænda og ríkisins skrifuðu undir nýja búvörusamninga 19. febrúar sl. Þeir marka tímamót í landbúnaði og upphafið að nýrri sókn að mati landbúnaðarráðherra og forsvarsmanna bænda. 
 
Samningarnir fjórir eru allir prentaðir í heild sinni í nýju tölublaði ásamt fleiri upplýsingum á bls. 29–36. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, fjallar um áhrif samninganna á bls. 6.
 
Um er að ræða rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og samninga um starfsskilyrði garðyrkju, nautgriparæktar og sauðfjárræktar á árunum 2017 til 2026. 
 
Samningarnir eru til 10 ára en gert er ráð fyrir að þeir verði teknir til endurskoðunar tvisvar á samningstímanum, árin 2019 og 2023. Rökin fyrir löngum gildistíma eru þau að verið er að ráðast í umfangsmiklar breytingar. 
 
Meginmarkmið samninganna er að efla íslenskan landbúnað og skapa landbúnaðinum sem fjölbreyttust sóknarfæri. Samningunum er ætlað að auka verðmætasköpun í landbúnaði og nýta sem best tækifærin sem felast í sveitum landsins í þágu bænda, neytenda og samfélagsins alls. Til þess að ná þessum markmiðum eru í samningum fjölbreytt atriði sem ætlað er að ýta undir framþróun og nýsköpun í landbúnaði.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...