Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nú í sumar býður merki Tommy Hilfiger í Evrópu viðskiptavinum sínum upp á stuttermaboli unna úr úrgangi sem umbreyttur hefur verið í hágæða textíltrefjar, undir nafninu Infinna.
Nú í sumar býður merki Tommy Hilfiger í Evrópu viðskiptavinum sínum upp á stuttermaboli unna úr úrgangi sem umbreyttur hefur verið í hágæða textíltrefjar, undir nafninu Infinna.
Fréttir 22. júní 2022

Samstarf IFC & móðurfyrirtækis Tommy Hilfiger

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Móðurskipið PVH, sem stofnað var á því herrans ári 1881, hefur staðið af sér öldurnar í nú rúm 140 ár en upphaflega hönnuðu stofnendurnir og bræðurnir Moses og Endel Phillips og seldu skyrtur ætluðum kolanámumönnum Pennsylvaníu.

Dótturfélög fyrirtækisins í dag eru tískuveldi á borð við Tommy Hilfiger og Calvin Klein og eru núverandi stjórnendur svo sannarlega með hugann við framtíðina. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu PVH hafa þeir nú í nokkur ár verið í samstarfi við finnska líftæknifyrirtækið Infinited Fiber Company (IFC), sem hefur einkaleyfi á því sem kallast náttúruleg hringrás textíls.

Á vefsíðu IFC kemur fram að þeir nýti úrgang, ríkan af sellulósa sem annars væri urðaður – s.s. gamla vefnaðarvöru, pappa, uppskeruleifar á borð við hrísgrjón eða hveitstrá – og umbreyti þessu í hágæða trefjar fyrir textíliðnaðinn. Í samvinnu við PHV er svo m.a. einnig verið að reyna aðrar trefjar á borð við afganga af þrúgum vínframleiðslu.

Með fullkomlega hringrænt hagkerfi á stefnuskránni

Þessi einkaleyfisskylda endurgerð textíltrefja IFC, sem kallast Infinna, verður notuð í framleiðslu stuttermabola nú í sumar undir merkjum Tommy Hilfiger í Evrópu. Áætlað er að vörumerkið Calvin Klein bjóði að sama skapi upp á slíkt á næstu mánuðum, en þessi ákvörðun PVH er hluti af áframhaldandi umhverfisstefnu fyrirtækisins.

Með þessari tilhögun við gerð vefnaðarvara myndast nær enginn úrgangur, engin kolefnislosun og engin hættuleg efni notuð í ferlinu – en við meðhöndlun hráefnis til framleiðslu, t.d. bómullar eru í sumum tilvikum notuð varnarefni, til að koma í veg fyrir skemmdir á plöntunni sem eru í raun ekki holl okkur mönnunum. Stefnan er að allar vörur undir merkjum PVH fylgi hringrænu hagkerfi árið 2030 og lítur allt út fyrir að fyrirtækið hafi einnig möguleika á að endurvinna eigin óseldan klæðnað sem hráefni í ferli Infinited Fiber.

Gæði í hönd við gæslu umhverfis

Á vefsíðu Vouge Business kemur fram að Esther Verburg, framkvæmdastjóri sjálfbærra við- skipta og nýsköpunar hjá Tommy Hilfiger á heimsvísu, auk PVH í Evrópu, hafi látið frá sér þá yfirlýsingu að þau séu staðráðin í að vera brautryðjendur og eiga í samstarfi við leiðandi fyrirtæki með svipað hugarfar sem knýja áfram nýsköpunar- og sjálfbærari vörur.

Með þeirri hugmynd að breyta úrgangi í nýjar vörur geti fyrirtæki lokað hringrás framleiðsluferla án þess að fórna gæðum.

Mikið er um að tískufyrirtæki amræmi sig þessu hugarfari og eru þegar umhverfisvænni valkostir við bómull, skinn og leður að sækja í sig veðrið. Í apríl síðastliðnum hóf íþróttafatafyrirtækið Pangaia samstarf við IFC um að framleiða skyrtur úr efni sem einungis var gert úr Infinna textíltrefjunum og hið ágæta danska tískuveldi Ganni tilkynnti í nóvember á síðasta ári, áætlaða notkun textíl- trefjanna við framleiðslu sína við hönnun í framtíðinni.

Fleiri fyrirtæki í sama báti

Á síðasta ári safnaði IFC 30 milljónum evra til rannsókna sinna og var meðal annars stutt af íþróttafatarisanum Adidas og tískufyrirtækjunum Bestseller (Vero Moda, Vila, Jack&Jones, Selected, Name it) og H&M. Af öðrum fyrirtækjum sem eru á þessari braut – framleiða vörur sínar úr endurunninni bómull a.m.k. eins og er – eru t.a.m. Stella McCartney og gallafatarisinn Levi's. Á sama tíma hefur Prada einnig byrjað að skipta út sumum af þekktustu nælonvörum sínum fyrir Econyl, einnig þekkt sem Re-Nylon.

Dæmi um létta tösku frá veldi Prada – gerða úr endurunna nælonefninu Re-Nylon

Á vefsíðu Prada má finna þær upplýsingar að Prada Re-Nylon verkefnið sé afrakstur samstarfs milli Prada og Aquafil, ítalsks textílgarns-framleiðanda með yfir hálfrar aldar sérfræðiþekkingu í gerð gervitrefja. Aquafil er þekkt fyrir fjárfestingu sína í byltingarkenndum rannsóknum og þróun sjálfbærra efna, sem framleiðir nýtt úr gömlu. Nælonefni Prada, Re-Nylon er semsé
gert úr ECONYL®, endurnýjuðu nælongarni sem hægt er að endurvinna nær endalaust, án þess að slíkt hafi áhrif á gæði efnisins. ECONYL® garnið er annars búið til með því að endurvinna fargað plast sem safnað er frá urðunarstöðum og höfum um alla plánetuna.

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...