Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Sæbjúga
Sæbjúga
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjórn sandkola og hryggleysingja. Frumvarpið er stjórnarfrumvarp lagt fram af Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.

Landssamband smábátaeigenda veitti umsögn um frumvarpið og hefur fundað með atvinnuveganefnd. Í umsögn LS er meðal annars vakin athygli á að veiðum á sandkola hefur á aðalveiðisvæði hans verið stjórnað með aflamarki frá 1. september 1997. Segja má að stofninn hafi hrunið á undanförnum árum þrátt fyrir að heildarafli hafi ekki farið umfram ráðgjöf. Fiskveiðiárið 2003/2004 var heimilt að veiða 7.000 tonn en nú er leyfilegur afli 319 tonn.

Veiðist mest í dragnót

Í umsögninni benti LS á að nánast allur sandkoli veiddist í dragnót og því óþarft að aflamark næði til annarra veiðarfæra. Í þau væri sandkoli sem meðafli og ætti að vera það áfram.

Hryggleysingjar

LS leggur til að veiðistjórn á hryggleysingjum verði svæðis­bundin, enda flest kvikindin með litla hreyfigetu. Veiðileyfi verði gefin út til ákveðinna svæða, þannig ætti hver og ein útgerð hægara með að stjórna veiðunum með sjálfbærni að leiðarljósi.

Í umsögn LS var sérstaklega vakin athygli á samþykkt aða­l­fundar 2021 um sæbjúgu.


„Aðal­fund­ur LS lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun sæbjúgna­veiða og vill að áhrif þeirra á botndýr, botn og búsvæði fiska verði rannsökuð hið fyrsta. Telur fund­urinn að áhrif veiðanna séu geysileg þar sem sífellt stærri og öflugri skip eru notuð til veiðanna, t.d. er lágmarksþyngd sæbjúgna­plógs eitt tonn.“

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...