Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Úr sláturhúsi SAH á Blönduósi.
Mynd / HKr.
Fréttir 13. september 2016

Sauðfjárbændum verði tryggt viðunandi verð

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir þungum áhyggjum vegna boðaðra lækkana á afurðaverði til sauðfjárbænda í komandi sláturtíð.
 
 Í ályktun sem sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum í liðinni viku segir að gangi þau áform eftir muni afleiðingarnar verða ófyrirsjáanlegar og mikið högg fyrir sveitir landsins. Sveitarstjórn skorar á alla hlutaðeigandi að leita allra leiða til að tryggja sauðfjárbændum ásættanlegt verð fyrir afurðir sínar og koma í veg fyrir hrun sauðfjárræktar í landinu.
 
Tekjutap upp á allt að 650 milljónir
 
Í ályktuninni segir að ef boðaðar verðlækkanir gangi eftir og 10–12% verðlækkun verði hjá öllum sláturleyfishöfum þá megi ætla að tekjutap sauðfjárræktarinnar í landinu verði á bilinu 600–650 milljónir króna, en það samsvari því að um 70 þúsund lömb drepist úti í haganum. Því sé hætt við að margir bændur muni að óbreyttu bregða búi, ekki síst yngstu bændurnir, sem muni valda starfsgreininni miklum skaða um ókomna tíð.
 
Ósanngjarnt að velta hækkunum alfarið yfir á bændur
 
„Sala á dilkakjöti á innanlandsmarkaði hefur gengið vel síðustu misserin og birgðastaða hjá sláturleyfishöfum nú í upphafi sláturtíðar er ekki óeðlilega mikil. Einnig hefur komið fram í skoðanakönnunum að íslenskir neytendur eru mjög jákvæðir gagnvart íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Má því ætla að möguleikar séu til hækkana til smásöluaðila. Það verður því að teljast ósanngirni að velta kostnaðarhækkunum hjá sláturleyfishöfum alfarið yfir á bændur sem eru fyrir ein tekjulægsta starfsgrein landsins,“ segir í ályktun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...