Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Gamalt og virðulegt Síberíulerki sunnan við Iðnaðarsafnið á Akureyri er illa farið eftir hvassviðri sem gekk yfir nýverið.
Gamalt og virðulegt Síberíulerki sunnan við Iðnaðarsafnið á Akureyri er illa farið eftir hvassviðri sem gekk yfir nýverið.
Fréttir 21. mars 2017

Síberíulerkið illa farið eftir hvassviðri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Síberíulerki sem ­stendur á svæðinu milli Gömlu Gróðrarstöðvarinnar og Iðnaðarsafnsins á Akureyri er illa farið af völdum hvassviðris sem gekk yfir á dögunum.
 
Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi og starfsmaður hjá Skógræktinni með aðsetur á Akureyri, segir trjákrónur lerkisins taka á sig mikinn vind, snjór hleðst gjarnan á krosslægar greinar og það orsakar tíð snjóbrot og vindfall stakstæðra trjáa.
 
Úr fræsafni Sigurðar búnaðarmálastjóra
 
Ræktunarfélag Norðurlands fékk árið 1903 til afnota 3 ha lands í Naustagildi til reksturs tilraunastöðvar í landbúnaði og skógrækt og tók við töluverðu magni af trjáplöntum sem áður voru fóstraðar í Trjáræktarstöð Akureyrar, nú Minjasafnsgarðinum.
 
„Meðal þess sem sáð var á fyrstu árum Trjáræktarstöðvarinnar var nokkurt magn Síberíulerkis. Fræið kom sennilegast með fræsafni Sigurðar Sigurðarsonar búnaðarmálastjóra, sem var safn úr ýmsum áttum og hann tók með heim frá Noregi árið 1899,“ segir Hallgrímur.
 
Síberíulerkið er upprunnið í Rússlandi austan Úralfjalla þar sem ríkir meginlandsloftslag. Vaxtartíminn er lengri en íslenska sumarið getur boðið upp á, haustkal  og vorkal á árssprotum er því algengt. Barrfall Síberíulerkis á haustin er því oft  um 10 dögum síðar en á norðvestlægara lerki kvæmum frá Rússlandi sem gengið hefur sérstaklega vel í skógrækt á Norður- og Austurlandi. Töluverður kvæmamunur er þó á þessari tegund sem vex á gríðarlega stóru svæði í Síberíu, að sögn Hallgríms.
 
Nú hefur Síberíulerki verið ræktað á Íslandi í 115 ár og nokkur reynsla komin á þá ræktun. Hallgrímur segir Síberíulerkið geta verið fallegt garðtré en kræklóttur vöxtur kemur í veg fyrir að trén henti til viðarskógræktar. „Trjákrónur lerkisins taka á sig mikinn vind og snjór hleðst gjarnan á krosslægar greinar, þetta orsakar tíð snjóbrot og vindfall stakstæðra trjáa,“ segir Hallgrímur. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...