Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ærlæri. Tvö verkefni fjalla um vöruþróun og fullnýtingu á ærkjöti.
Ærlæri. Tvö verkefni fjalla um vöruþróun og fullnýtingu á ærkjöti.
Mynd / Icelandic Lamb
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á sápum eru meðal verkefna sem hlutu stuðning úr markaðssjóði sauðfjárafurða árið 2024.

Fram kemur í tilkynningu frá Icelandic lamb að sjö verkefni hafi hlotið stuðning en ellefu umsóknir bárust sjóðnum frá níu umsækjendum.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrk:

Austan Vatna. Umsókn um fullnýtingu ærkjöts í eigin heimavinnslu seldar í gegnum veisluþjónustu framleiðenda og í smásölu.

Fine Foods. Umsókn um vöruþróun þar sem ærkjöt og þang mætast í einni og sömu vörunni sem þoli geymslu við stofuhita.

Syðra-Holt. Sauðaostaframleiðsla þar sem þegar er stunduð ræktun grænmetis og matvælaframleiðsla.

Fjár-sjóður. Um miðlun fróðleiks til skólabarna um íslenskan landbúnað. Markmið að fræða börn um sérstöðu íslensks landbúnaðar á skilvirkan hátt á grunni núverandi skólakerfis – án þess að krefjast mikillar fyrirhafnar kennarans eða mikils fjármagns frá skólum.

Riduvarnir.is. Upplýsingar um riðu og varnir gegn henni frá hinum ýmsu stofnunum teknar saman til birtingar á einni heimasíðu sem uppfærist í takt við nýjar upplýsingar.

Sillukot – Sælusápur. Markaðssetning á nýjum fljótandi og föstum hand- og líkamssápum sem eru framleiddar úr kindatólg til að koma nýjum afurðum úr kindatólg á markað.

Úr sveitinni. Markmið verkefnisins er að skapa aukinn virðisauka úr verðlitlu ærkjöti, skjóta þannig styrkari stoðum undir tekjuöflun og bæta afkomu framleiðslu umsækjanda.

Markaðssjóður sauðfjárafurða er vistaður hjá Icelandic Lamb og starfar samkvæmt samningi um „aukið virði sauðfjárafurða“ við matvælaráðuneytið. Sjóðurinn úthlutar 10 milljónum króna árlega

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...