Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á sápum eru meðal verkefna sem hlutu stuðning úr markaðssjóði sauðfjárafurða árið 2024.
Fram kemur í tilkynningu frá Icelandic lamb að sjö verkefni hafi hlotið stuðning en ellefu umsóknir bárust sjóðnum frá níu umsækjendum.
Eftirfarandi verkefni hlutu styrk:
Austan Vatna. Umsókn um fullnýtingu ærkjöts í eigin heimavinnslu seldar í gegnum veisluþjónustu framleiðenda og í smásölu.
Fine Foods. Umsókn um vöruþróun þar sem ærkjöt og þang mætast í einni og sömu vörunni sem þoli geymslu við stofuhita.
Syðra-Holt. Sauðaostaframleiðsla þar sem þegar er stunduð ræktun grænmetis og matvælaframleiðsla.
Fjár-sjóður. Um miðlun fróðleiks til skólabarna um íslenskan landbúnað. Markmið að fræða börn um sérstöðu íslensks landbúnaðar á skilvirkan hátt á grunni núverandi skólakerfis – án þess að krefjast mikillar fyrirhafnar kennarans eða mikils fjármagns frá skólum.
Riduvarnir.is. Upplýsingar um riðu og varnir gegn henni frá hinum ýmsu stofnunum teknar saman til birtingar á einni heimasíðu sem uppfærist í takt við nýjar upplýsingar.
Sillukot – Sælusápur. Markaðssetning á nýjum fljótandi og föstum hand- og líkamssápum sem eru framleiddar úr kindatólg til að koma nýjum afurðum úr kindatólg á markað.
Úr sveitinni. Markmið verkefnisins er að skapa aukinn virðisauka úr verðlitlu ærkjöti, skjóta þannig styrkari stoðum undir tekjuöflun og bæta afkomu framleiðslu umsækjanda.
Markaðssjóður sauðfjárafurða er vistaður hjá Icelandic Lamb og starfar samkvæmt samningi um „aukið virði sauðfjárafurða“ við matvælaráðuneytið. Sjóðurinn úthlutar 10 milljónum króna árlega