Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
SKE skoðar útboð á tollum
Mynd / Unsplash
Fréttir 31. janúar 2024

SKE skoðar útboð á tollum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samkeppniseftirlitið (SKE) ætlar að kynna sér niðurstöður útboðs á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu.

Niðurstöður síðasta útboðs sýna fram á hrun í eftirspurn og mikla lækkun á jafnvægisverði í nokkrum tollflokkum, öfugt við þróun markaða og fyrri útboð. Munurinn var áberandi í nautakjöti en þar reyndist jafnvægisverð 1 króna fyrir hvert innflutt kíló en var 550 og 690 kr/kg í fyrra.

Umfjöllun um niðurstöður útboðsins gaf Samkeppniseftirlitinu tilefni til að skoða málið í samræmi við málsmeðferðarreglur stofnunarinnar. Samkvæmt svari frá stofnuninni mun hún kynna sér málið en ekki liggja fyrir neinar ákvarðanir um athuganir á þeim atvikum sem vakin var athygli á í umfjöllun Bændablaðsins.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu rekenda, sagði í hádegisfréttum RÚV að töluverðar birgðir hafi verið til staðar í landinu fyrir útboðið. Félagið heldur þó engar skrár um birgðastöðu.

Aðspurður segist Ólafur hafa orð innflytjenda fyrir því að í lok árs hafi talsverðar birgðir verið til vegna minni eftirspurnar á markaðnum.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...