Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
SKE skoðar útboð á tollum
Mynd / Unsplash
Fréttir 31. janúar 2024

SKE skoðar útboð á tollum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samkeppniseftirlitið (SKE) ætlar að kynna sér niðurstöður útboðs á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu.

Niðurstöður síðasta útboðs sýna fram á hrun í eftirspurn og mikla lækkun á jafnvægisverði í nokkrum tollflokkum, öfugt við þróun markaða og fyrri útboð. Munurinn var áberandi í nautakjöti en þar reyndist jafnvægisverð 1 króna fyrir hvert innflutt kíló en var 550 og 690 kr/kg í fyrra.

Umfjöllun um niðurstöður útboðsins gaf Samkeppniseftirlitinu tilefni til að skoða málið í samræmi við málsmeðferðarreglur stofnunarinnar. Samkvæmt svari frá stofnuninni mun hún kynna sér málið en ekki liggja fyrir neinar ákvarðanir um athuganir á þeim atvikum sem vakin var athygli á í umfjöllun Bændablaðsins.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu rekenda, sagði í hádegisfréttum RÚV að töluverðar birgðir hafi verið til staðar í landinu fyrir útboðið. Félagið heldur þó engar skrár um birgðastöðu.

Aðspurður segist Ólafur hafa orð innflytjenda fyrir því að í lok árs hafi talsverðar birgðir verið til vegna minni eftirspurnar á markaðnum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...