Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
SKE skoðar útboð á tollum
Mynd / Unsplash
Fréttir 31. janúar 2024

SKE skoðar útboð á tollum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samkeppniseftirlitið (SKE) ætlar að kynna sér niðurstöður útboðs á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá Evrópusambandinu.

Niðurstöður síðasta útboðs sýna fram á hrun í eftirspurn og mikla lækkun á jafnvægisverði í nokkrum tollflokkum, öfugt við þróun markaða og fyrri útboð. Munurinn var áberandi í nautakjöti en þar reyndist jafnvægisverð 1 króna fyrir hvert innflutt kíló en var 550 og 690 kr/kg í fyrra.

Umfjöllun um niðurstöður útboðsins gaf Samkeppniseftirlitinu tilefni til að skoða málið í samræmi við málsmeðferðarreglur stofnunarinnar. Samkvæmt svari frá stofnuninni mun hún kynna sér málið en ekki liggja fyrir neinar ákvarðanir um athuganir á þeim atvikum sem vakin var athygli á í umfjöllun Bændablaðsins.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnu rekenda, sagði í hádegisfréttum RÚV að töluverðar birgðir hafi verið til staðar í landinu fyrir útboðið. Félagið heldur þó engar skrár um birgðastöðu.

Aðspurður segist Ólafur hafa orð innflytjenda fyrir því að í lok árs hafi talsverðar birgðir verið til vegna minni eftirspurnar á markaðnum.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...