Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gómsætt finnskt skordýrabrauð. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur.
Gómsætt finnskt skordýrabrauð. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur.
Fréttir 5. janúar 2018

Skordýrabrauð á borðum Finna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrirtækið Fazer, sem flestir tengja við sælgætisframleiðslu, hefur nú sett á markað fyrsta skordýrabrauð í heiminum í matvöruverslanir í Finnlandi. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur en frá og með 1. nóvember var leyfilegt að selja skordýr í matvælum í Finnlandi. 
 
Neytendur hafa tekið nýju vörunni vel enda er um næringarríkt brauð að ræða, það er prótínríkt og skordýrin innihalda góðar fitusýrur, kalsíum, járn og B12-vítamín. Fyrir hafði Fazer sett brauð á markað með rótargrænmeti í sem gaf góða raun. Fyrirtækið hefur fengið mikla athygli erlendra fjölmiðla eftir að skordýrabrauðið kom á markað og vonast forsvarsmenn þess til að geta komið því til fleiri landa. 
  • Krybbur eru dreifðar um heim allan á milli 55. breiddargráðanna. Fjölbreytileikinn er mestur í hitabeltislöndum. 
  • Alls eru þekktar yfir 900 tegundir af krybbum. Í Evrópu eru um 80 tegundir í 28 ættkvíslum.
  • Krybbur eru allt að 5 sentímetra langar. 
  • Bolurinn er að mestu sívalur, höfuð kúlulaga, og afar langir fínir fálmarar.
  • Margar tegundir eru ófleygar. Afturfætur eru stórir sterkir stökkfætur með sérstaklega þykka lærliði og langliði alsetta sterkum göddum. (Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands).
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...