Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gómsætt finnskt skordýrabrauð. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur.
Gómsætt finnskt skordýrabrauð. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur.
Fréttir 5. janúar 2018

Skordýrabrauð á borðum Finna

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Fyrirtækið Fazer, sem flestir tengja við sælgætisframleiðslu, hefur nú sett á markað fyrsta skordýrabrauð í heiminum í matvöruverslanir í Finnlandi. Hvert brauð inniheldur 70 krybbur en frá og með 1. nóvember var leyfilegt að selja skordýr í matvælum í Finnlandi. 
 
Neytendur hafa tekið nýju vörunni vel enda er um næringarríkt brauð að ræða, það er prótínríkt og skordýrin innihalda góðar fitusýrur, kalsíum, járn og B12-vítamín. Fyrir hafði Fazer sett brauð á markað með rótargrænmeti í sem gaf góða raun. Fyrirtækið hefur fengið mikla athygli erlendra fjölmiðla eftir að skordýrabrauðið kom á markað og vonast forsvarsmenn þess til að geta komið því til fleiri landa. 
  • Krybbur eru dreifðar um heim allan á milli 55. breiddargráðanna. Fjölbreytileikinn er mestur í hitabeltislöndum. 
  • Alls eru þekktar yfir 900 tegundir af krybbum. Í Evrópu eru um 80 tegundir í 28 ættkvíslum.
  • Krybbur eru allt að 5 sentímetra langar. 
  • Bolurinn er að mestu sívalur, höfuð kúlulaga, og afar langir fínir fálmarar.
  • Margar tegundir eru ófleygar. Afturfætur eru stórir sterkir stökkfætur með sérstaklega þykka lærliði og langliði alsetta sterkum göddum. (Heimild: Náttúrufræðistofnun Íslands).
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...