Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Vigdís Häsler, framkvæmda­stjóri Bændasamtaka Íslands.
Vigdís Häsler, framkvæmda­stjóri Bændasamtaka Íslands.
Mynd / HKr
Fréttir 12. júlí 2021

Skortur á dýralæknum og leiðir til úrbóta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr á þessu ári sendu Bænda­samtök Íslands og Matvæla­stofnun bréf til mennta­mála­ráðherra þar sem skortur á dýra­læknum er tíundaður og óskað er eftir því að ráðherra beiti sér fyrir aðgerðum til úrbóta.

Vigdís Häsler, framkvæmda­stjóri Bændasamtaka Íslands, segir að í framhaldi af bréfinu hafi fulltrúar Bænda­sam­takanna, Matvæla­stofn­unar og Dýra­lækna­félags Íslands átt fund með fulltrúum menntamála­ráðuneytisins.

„Á fundinum kom fátt annað í ljós en að fulltrúar mennta­mála­ráðuneytisins telja mála­flokkinn flokkast undir landbúnaðar­ráðuneytið þrátt fyrir að menntun dýralækna falli undir ráðu­neyti mennta­mála. Málið er því enn í vinnslu og ég reikna með að ráðu­neytin tvö séu að ræða sín á milli um hvernig á að leysa það farsællega.“

Bréf til mennta- og menningarmála­ráðuneytisins

Í bréfinu, sem er dagsett 15. apríl síðastliðinn, segir að síðustu ár hafi skortur á dýralæknum hér á landi verið mikið í umræðunni.

„Bændasamtök Íslands og Matvælastofnun óska eftir að ráðherra menntamála beiti sér fyrir því að gerð verði athugun á því hvaða áhrif þessi skortur hafi á íslenskan landbúnað og atvinnuhætti í íslenskum landbúnaði. Jafnframt skora samtökin og stofnunin á að ráðherra, í samstarfi við viðkomandi fagráðuneyti í landbúnaði, finni lausn á þessum skorti.

Skortur á dýralæknum getur meðal annars haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir aðgengi bænda og almennings að dýralækna­þjónustu sem gætu haft alvarleg áhrif á heilsu og velferð dýra, auk fjárhagslegs tjóns fyrir bændur.

Skorturinn hefur líka gert það að verkum að MAST hefur þurft að leita eftir erlendu starfsfólki til að gera stofnuninni kleift að sinna skyldum sínum. Í lögum um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020 er að finna heimild til ráðherra til að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána vegna tiltekinna námsgreina að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Heimildin er ætluð til þess að gefa ráðherra tækifæri til þess að bregðast við ástandi þar sem skortur er viðvarandi eða fyrirsjáanlegur á fólki með tiltekna menntun með því að skapa sérstakan hvata fyrir fólk til þess að sækja sér þá menntun eða til að starfa í tiltekinni starfsgrein. Til þess að ráðherra geti ákveðið sérstaka tímabundna ívilnun þurfa að liggja fyrir upplýsingar um viðvarandi skort í ákveðinni starfsstétt eða að skortur sé fyrirsjáanlegur. Þá er einnig að finna heimild í 28. grein sömu laga til ráðherra að veita tímabundna ívilnun við endurgreiðslu námslána hjá lánþegum búsettum á svæðum skilgreindum í samráði við Byggðastofnun, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Bændasamtök Íslands og MAST skora á ráðherra að finna lausn á skorti á dýralæknum hér á landi og óska eftir því að undirbúin verði skýrsla sem byggir á upplýsingum um hvaða áhrif skortur á dýralæknum muni hafa á íslenskan landbúnað og atvinnuhætti í íslenskum landbúnaði.

Fulltrúar Bændasamtakanna og MAST eru reiðubúin til frekari viðræðna um efni þessa erindis við ráðherra og fulltrúa ráðuneytisins.“

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...