Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Snjóflóðavarnir endurbættar
Fréttir 20. febrúar 2023

Snjóflóðavarnir endurbættar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ofanflóðavarnirnar fyrir ofan Flateyri voru reistar eftir mannskæð snjóflóð fyrir rúmum aldarfjórðungi.

Í janúar 2020 sýndi sig að úrbóta væri þörf, þegar tvö flóð runnu framhjá görðunum og olli annað tjóni í höfninni og féll hitt á íbúðarhús. Með endurbótum sem á að ráðast í í sumar á snjóflóðavarnagarðurinn að standast hamfarir sem má reikna með á þúsund ára fresti.

Verkfræðistofan Verkís hefur unnið að tillögum um endurbætur undir stjórn Kristínar Mörthu Hákonardóttur snjóflóðaverkfræðings. Í frétt á heimasíðu Verkís kemur fram að lagt sé til að „reistar verði þrjár keiluraðir ofan núverandi leiðigarða til þess að draga úr flóðhraða í bæði iðufaldi og þéttum kjarna áður en flóð lendir á leiðigarði og aðskilja iðufald og þéttan kjarna í flóði.“ Enn fremur er lagt til að þvergarðurinn milli leiðigarðanna verði endurbyggður hærri og brattari en áður, með örlítið breyttri legu. Þar að auki er lagt til að byggja nýjan leiðigarð sem beinir flóðum frá höfninni.

Jafnframt leggur verkfræðistofan til að reistir verði tveir kílómetrar af snjósöfnunargrindum í hlíðum Eyrarfjalls sem eiga að draga úr tíðni flóða. Einnig er talin ástæða til að styrkja glugga- og dyraop sem vísa upp í fjall á þeim húsum sem eru á áhættusvæðum.

Skylt efni: Snjóflóðavarnir

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...