Sögustund með Michelin-kokkinum Gunnari Karli
Það er sannkölluð sögustund í tíunda þætti hlaðvarpsins Máltíðar. Gestur þáttarins er Gunnar Karl Gíslason sem er maðurinn að baki DILL, eina veitingastað landsins sem hlotið hefur eftirsótta stjörnu frá Michelin-veitingahúsahandbókinni. Gunnar hefur frá mörgu að segja frá ferlinum, allt frá námsárum sínum á Akureyri á síðustu öld til þess að opna veitingastað sem yfirkokkur í New York.
Gunnar Karl hefur að öllum öðrum ólöstuðum um árabil leitt þá stefnu veitingamanna að sækja innblástur í íslenskt hráefni og matarhefðir. Gunnar Karl vinnur stöðugt að því að þróa sína hugmyndafræði með hag hefðanna og frumframleiðenda í huga. Allt þetta og fleira til í Máltíð dagsins undir stjórn Hafliða Halldórssonar matreiðslumeistara.
Þátturinn er aðgengilegur hér undir og á öllum helstu streymisveitum.