Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Spáð er að velta á kjötmarkaði í heiminum aukist árlega um 14,8% fram til 2026
Fréttir 2. janúar 2020

Spáð er að velta á kjötmarkaði í heiminum aukist árlega um 14,8% fram til 2026

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt greiningu Meat Market á skýrslum og gögnum var kjötmarkaður á heimsvísu metinn á 10,10 milljarða dala árið 2018. Er búist við að hann muni ná 30,92 milljörðum dala fyrir árið 2026 og vaxi því um 14,8% á ári.

Stöðugt er verið að leita leiða til að framleiða „gervikjöt“ úr jurtaafurðum til að mæta aukinni eftirspurn. Þar hefur verið reynt að líkja sem mest eftir eiginleikum dýrakjöts, útliti, lykt og bragði. Samt sem áður hefur reynst erfitt að framleiða slíkar eftirlíkingar af kjöti vegna ólíkra sameinda í uppbyggingu kjöts af dýrum, að því fram kemur í umfjöllun á vefsíðu Meat Market.

Leið til að draga úr offitu

Þrátt fyrir erfiðleika við að framleiða áhugaverðar matvörur til að leysa kjöt af hólmi, þá telur áhugafólk um jurtafæði  að slíkar eftirlíkingar séu mikilvægar. Þær geti gegnt lykilhlutverki við að draga úr vandamáli vegna offitu fólks í þéttbýli. Á móti hafa læknar og vísindamenn  fært rök fyrir því að jurtafæði sé ekki nógu næringarríkt fyrir erfiðisfólk.

Vegna aukinna ráðstöfunartekna og bættra lífskjara er mikil tilhneiging hjá fólki að grípa til skyndibita sem þýðir um leið að heilsufar almennings versnar. Dýrakjöt er mjög orkuríkt og samanstendur af fitu, kolvetnum, próteinum, kólesteróli og ýmsum próteinum. Óhófleg neysla á dýrakjöti getur gert það að verkum að erfitt er að viðhalda kjörþyngd og leiðir það oft til ofþyngdar eða offitu.

Offita tekur sinn toll

Samkvæmt Alþjóða­heilbrigðis­stofnuninni, er áætlað að 300.000 dauðs­föll verði á hverju ári í heiminum vegna of þyngdar og offitu. Of­fita getur leitt til ýmissa heilsufarslegra vanda­mála eins og aukinnar hættu á hjartasjúkdómum og sykursýki.  Þá eykst líka hættan á krabbameini og sýkingum úr mat. Að auki er sagt að aukin neysla á kjöti valdi ójafnvægi í vistkerfinu þar sem meiri fjöldi dýra drepist til manneldis.

Samkvæmt skýrslunni eru 56 milljarðar landdýra drepin á hverju ári til að mæta eftirspurn eftir kjöti en yfir 9 milljörðum dýra er slátrað á hverju ári í Bandaríkjunum einum. Tölur landbúnaðar­ráðu­neytis Banda­ríkjanna leiddu í ljós að um 9,59 milljörðum land­dýra var slátrað til manneldis á árinu 2018.

Í löndum Evrópu og Norður-Ameríku er kjötneysla mun meiri en þróunarríkjum eins og Indland, Kína og Brasilíu. Vegna trúarástæðna eru 31% af íbúum Indlands taldir vera grænmetisætur, en í Evrópu eru þær aðeins taldar vera um 10%.



Óspennandi eftirlíkingar af fæðu úr dýraríkinu

Með aukinni eftir­spurn eftir heilbrigðum og umhverfis­vænum afurðum er gert ráð fyrir því að vöxtur verði í greinum sem framleiða jurtafæði.  Hins vegar eru vörur sem reyna að líkja eftir eiginleikum á kjötvörum oft mjög óaðlaðandi, eru mikið unnar og innihalda margvísleg aukefni.
 

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...