Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Kartöflurækt í Hornafirði.
Kartöflurækt í Hornafirði.
Fréttir 17. nóvember 2017

Spóluhnýðissýking gæti valdið alvarlegri uppskeruminnkun í kartöflum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veirungur sem kallast Potato spindle tuber viroid, eða spóluhnýðissýking, og greinst hefur í tómötum á býlum á Suðurlandi getur borist í kartöflur og valdið verulegri uppskeruminnkun.

Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda og bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi, sagði í samtali við Bændablaðið að hann og flestir kartöflubændur séu búnir að fá allt um það beint í æð.

"Í fyrstu sýnist mér ekkert annað fyrir okkur að gera annað en að reyna að verja okkur eins vel og við getum fyrir þessu. Til dæmis með því að koma ekki með tómata nálægt neinu sem snertir kartöflurækt.“
Veirungurinn er hvorki skaðlegur mönnum né dýrum.

Gætu þurft að hætta kartöflurækt í tvö ár

Bergsveinn segir að uppskerubrestur í kartöflum geti verið gríðarlegur í kartöflum berist veirungurinn í útsæði og í kartöflugarða. „Alvarleikinn er svo mikill að það verður að hætta kartöflurækt á viðkomandi býli í, að mér skilst, að minnsta kosti tvö ár og hreinsa út úr húsum og sótthreinsa allan búnað. Það er svo alltaf mikið bras að byrja aftur ef menn þurfa að hætta vegna svona lagaðs.

Þrátt fyrir að við séu nýlega búnir að frétta af möguleikanum á smiti erum við að sjálfsögðu á tánum yfir þessu.“

Bergsveinn segist ekki vita til þess að enn hafi verið tekin sýni úr kartöflum eða kartöflugörðum til að athuga hvort veirungurinn hafi borist í þá. „Komi fram einkenni skilst mér að þau komi fyrst fram á kartöflunum sjálfum og ég á ekki von á að slíkt komi fram fyrr en á næsta ári fari allt á versta veg.“

Vörubretti varasöm

Að sögn Bergsveins getur veirungur­inn borist í kartöflur með hlutum eða fólki sem hefur verið í mikilli snertingu við tómata en sérstaklega eru tómatarnir sjálfir og vörubretti varasöm.

Hann segir að kartöflubændur hafi ekki, að minnsta kosti hingað til, ákveðið að fara út í sameiginlegar aðgerðir til að varna því að veirungurinn berist í kartöflur. „Ég held satt best að segja að þetta sé eitthvað sem hver og einn kartöflubóndi verði að eiga við sjálfur.“ 

Melónur líka varasamar

Ekki er nóg með að sýking geti borist úr tómötum í kartöflur heldur er einnig varað við því að vera með melónur innan um kartöflur.

„Á yfirborði melónanna víða um Evrópu getur verið óværa sem hæglega getur borist í kartöflur og aðrar nytjaplöntur verði ekki gætilega farið, segir Bergsveinn Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda, að lokum

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...