Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Árið 2013 komu þrjú flutningaskip til Húsavíkur, þau voru 64 í fyrra.
Árið 2013 komu þrjú flutningaskip til Húsavíkur, þau voru 64 í fyrra.
Mynd / Framsýn
Fréttir 27. mars 2019

Sprenging í skipakomum til Húsavíkur sem flestar tengjast PCC á Bakka

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sprenging hefur orðið í komum flutningaskipa til Húsavíkur, en árið 2013 komu þrjú slík skip í Húsavíkurhöfn, í fyrra voru þau 64. Samkvæmt upplýsingum frá Húsavíkurhöfn er reiknað með frekari aukningu á þessu ári, eða um 80 flutningaskipum. Flestar komur flutningaskipa tengjast starfsemi PCC á Bakka.
 
Ljóst er að verksmiðja PCC á Bakka hefur haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið á svæðinu, ekki síst þar sem ferðaþjónustan hefur verið að gefa aðeins eftir segir í umfjöllun á heimasíðu Framsýnar á Húsavík. Þar kemur fram að 140 manns starfi á Bakka auk þess sem fjöldinn allur af afleiddum störfum hafi skapast á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
 
Yfir sama tímabil hefur komum skemmtiferðaskipa einnig fjölgað. Árið 2013 komu 6 skemmtiferðaskip til Húsavíkur en árið 2018 kom 41 skemmtiferðaskip en heldur dregur úr á þessu ári, búist er við að skemmtiferðaskipin verði um 30 talsins í ár.  Á árinu 2020 er spáð að skemmtiferðaskipum muni fjölga og þegar hafa 33 skip boðað komu sína, m.a. stærri skip en áður hafa komið til Húsavíkur. Eitt þeirra er 231 metri að lengd og um 45.000 brúttótonn. 
 
Ekki er talið ólíklegt að opnun Dettifossvegar með bundnu slitlagi eigi eftir að fjölga skipakomum til Húsavíkur enn frekar enda opnast þá einn fallegasti hringur landsins hvað náttúrufegurð varðar „og þá skemmir ekki fyrir að fallegasta fólkið á Íslandi býr í Þingeyjarsýslum,“ svo vitnað sé orðrétt í frétt á vef Framsýnar. 

Skylt efni: PCC á Bakka | Húsavík

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...