Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Árið 2013 komu þrjú flutningaskip til Húsavíkur, þau voru 64 í fyrra.
Árið 2013 komu þrjú flutningaskip til Húsavíkur, þau voru 64 í fyrra.
Mynd / Framsýn
Fréttir 27. mars 2019

Sprenging í skipakomum til Húsavíkur sem flestar tengjast PCC á Bakka

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sprenging hefur orðið í komum flutningaskipa til Húsavíkur, en árið 2013 komu þrjú slík skip í Húsavíkurhöfn, í fyrra voru þau 64. Samkvæmt upplýsingum frá Húsavíkurhöfn er reiknað með frekari aukningu á þessu ári, eða um 80 flutningaskipum. Flestar komur flutningaskipa tengjast starfsemi PCC á Bakka.
 
Ljóst er að verksmiðja PCC á Bakka hefur haft mjög jákvæð áhrif á atvinnulífið á svæðinu, ekki síst þar sem ferðaþjónustan hefur verið að gefa aðeins eftir segir í umfjöllun á heimasíðu Framsýnar á Húsavík. Þar kemur fram að 140 manns starfi á Bakka auk þess sem fjöldinn allur af afleiddum störfum hafi skapast á ýmsum sviðum atvinnulífsins.
 
Yfir sama tímabil hefur komum skemmtiferðaskipa einnig fjölgað. Árið 2013 komu 6 skemmtiferðaskip til Húsavíkur en árið 2018 kom 41 skemmtiferðaskip en heldur dregur úr á þessu ári, búist er við að skemmtiferðaskipin verði um 30 talsins í ár.  Á árinu 2020 er spáð að skemmtiferðaskipum muni fjölga og þegar hafa 33 skip boðað komu sína, m.a. stærri skip en áður hafa komið til Húsavíkur. Eitt þeirra er 231 metri að lengd og um 45.000 brúttótonn. 
 
Ekki er talið ólíklegt að opnun Dettifossvegar með bundnu slitlagi eigi eftir að fjölga skipakomum til Húsavíkur enn frekar enda opnast þá einn fallegasti hringur landsins hvað náttúrufegurð varðar „og þá skemmir ekki fyrir að fallegasta fólkið á Íslandi býr í Þingeyjarsýslum,“ svo vitnað sé orðrétt í frétt á vef Framsýnar. 

Skylt efni: PCC á Bakka | Húsavík

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...