Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, ein af spunasystrunum, sem segir fátt skemmtilegra en að vinna með hópnum.
Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, ein af spunasystrunum, sem segir fátt skemmtilegra en að vinna með hópnum.
Mynd / MHH
Fréttir 5. október 2016

Spunasystur stefna á Íslandsmet í fjöldaspuna 9. október

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Spunasystur stefna á að setja Íslandsmet í spuna sunnudaginn 9. október frá kl. 14.00 til 15.00 í Brúarlundi. Á sama tíma fer fram sýning á ullarvinnslu, spuna og ullarvörum undir heitinu „Frá fé til flíkur“. 
 
Já, við bjóðum öllu spunafólki á öllum aldri að koma til okkar með rokk eða snældu og spinna með okkur. Það verður frítt inn og kaffi og kökur verður selt á sanngjörnu verði,“ segir Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir, ein Spunasystra. 
 
Tvisvar í mánuði
 
„Við erum hópur kvenna í Rangárvallasýslu og nágrenni sem hittumst hálfsmánaðarlega yfir veturinn og spinnum. Við vorum nokkrar vinkonur sem byrjuðum að hittast heima hjá hver annarri fyrir nokkrum árum. Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og nú erum við u.þ.b. 12 –14 sem erum að mæta og hittumst við reglulega tvisvar sinnum í mánuði allan veturinn. 
 
Við hittumst í gömlu félagsheimili, Brúarlundi í Landsveit. Þetta er mjög óformlegt hjá okkur og þær mæta sem geta og oftast er „fundarfært“ hjá okkur eftir að við fórum að vera svona margar,“ segir Elísabet. Hún segir að hver og ein kona mæti með sinn rokk, kembivél eða bara prjóna. 
 
„Við eigum flestar kindur og því erum við mikið að vinna okkar eigin ull. Það gefur spunanum annan blæ þegar maður er að vinna með eigin ull því maður veit nákvæmlega hvaðan hráefnið er og hvaða er verið með í höndunum,“ segir Elísabet.
 
Duglegar að sækja námskeið
 
Spunasystur hafa verið mjög duglegar að sækja fjölbreytt námskeið og fá til sín kennara. Þær sóttu t.d. námskeið til Guðrúnar Bjarnadóttur í Hespu þegar þær voru að byrja að spinna og lita.  
 
Á síðasta ári fengu þær til sín mjög þekktan kennara frá Bandaríkjunum, Jacey Boggs Faulkner, en hún hefur gefið út bækur og kennslumyndbönd um spuna og hún gefur m.a. út tímaritið Ply. Hún kenndi hópnum  óhefðbundinn spuna. Þá kenndi Heidi Greb hópnum í febrúar síðastliðnum en hún er mjög þekkt þýskt listakona og kenndi þæfingu. Í vor kom síðan Laura Spinner en hún kenndi hópnum að lita með sýrulitum í örbylgjuofni. Laura Spinner er frá Bandaríkjunum og heldur fjölmörg námskeið árlega.  
Spunahittingurinn er heilagur
 
Elísabet segir að spunahittingur sé hópnum heilagur. „Já, við njótum þess virkilega að koma saman, vinna, spjalla, sjá hvað hinar eru að gera, drekka kaffi og borða. Það er kannski það sem er mikilvægast.  Við erum óhræddar að sýna verk okkar og fá álit eða gagnrýni frá hinum.  Það er nauðsynlegt þegar verið er að læra eitthvað nýtt að fá hvatningu og leiðbeiningu á jákvæðum nótum. Við erum óhræddar að prófa hinar ýmsu gerðir af rokkum, s.s.  majacraft, louet, kromski o.fl. og þá dettur okkur alls ekki í hug að selja þann gamla. Ég hef stundum sagt að það væri hægt að segja til um hver spann hvaða hespu út frá karaktereinkennum okkar. Við erum ólíkar og leyfum okkur að vera það og tel ég það vera jafnframt styrk okkar,“ segir spunakonan Elísabet Steinunn Jóhannsdóttir.

Skylt efni: ullarvinnsla | spuni

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...