Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
SS hækkar verð fyrir dilkakjöt um átta prósent frá því í fyrra
Mynd / smh
Fréttir 26. júní 2019

SS hækkar verð fyrir dilkakjöt um átta prósent frá því í fyrra

Höfundur: smh

Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur gefið út verðskrá fyrir innlagt kindakjöt haustið 2019. Verð fyrir dilka hækkar um átta prósent milli ára og verð fyrir fullorðið hækkar um fjögur prósent.

Að sögn Steinþórs Skúlasonar, forstjóra SS, eru aðstæður á markaði að mörgu leyti góðar og því ekkert sem kemur í veg fyrir að gefa út verð núna. Stefna SS er að greiðs samkeppnishæft afurðaverð og ef vel gengur að miðla hluta af rekstrarafgangi til bænda í formið viðbótar á afurðaverði.

Eins og áður verður innlegg staðgreitt föstudaginn eftir innleggsviku. Slátrun hefst miðvikudaginn 4. september og lýkur miðvikudaginn 6. nóvember, sem er lenging um einn dag frá því í fyrra.

Verðhlutföll hjálpa bændum að ákveða sláturtíma

Á vef SS kemur fram að verðhlutföll hjálpi bændum til að meta hvenær hagkvæmast er að slátra eftir aðstæðum hvers og eins.

Vikuna 4. til 6. september, eða 36 viku ársins, verður 20 prósent álag fyrir dilkakjöt og verður verðhlutfallið því 120 prósent af verðskrá, en fer síðan lækkandi. 

Með þessu hyggst SS reyna að fá bændur til að koma fyrr með fé til slátrunar og jafna fjölda yfir tímabilið.

Reiknað er með að slátra um 2.000 fjár á dag fyrstu vikuna. Það fari síðan stigfjölgandi í 2.400, 2.500 og mest í 2.600 dilka á dag þegar mest lætur í vikum 40, 41, 42 og 43.

Heimtaka á kjöti

SS birtir einnig verðskrá fyrir heimtöku á kjöti. Ekki er hægt að taka heim skrokka eftir númerum. Ef bændur vilja taka valda gripi heim þarf að merkja þá á haus fyrir flutning í sláturhús.

Gjald í haust fyrir heimtöku og 7 parta sögun er tvískipt. Fyrir magn sem er minna en 15 stykki á innleggjanda er gjaldið 3.800 kr./stk., en á það magn sem er umfram 15 stk. er gjaldið 4.900 kr./stk.

Ef slög og hálsar eru lögð inn verður þetta gjald annars vegar 3.300 kr/stk og hins vegar 4.400 kr./stk. á magn umfram 15 stk. Heimtaka á fullorðnu fé kostar 4.200 kr./stk. Fínsögun kostar aukalega 780 kr./stk. Félagið tekur ekki fullorðna hrúta til innleggs.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...