Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Engidalur við Skutulsfjörð.
Engidalur við Skutulsfjörð.
Mynd / HKr.
Fréttir 27. janúar 2015

Steingrímur í Efri-Engidal ætlar alla leið með málið

Höfundur: smh
Eins og komið hefur fram í fréttum á undanförnum vikum hefur Steingrímur Jónsson, bóndi í Efri-Engidal í Skutulsfirði, ekki enn fengið skaðabætur frá Ísafirði vegna díoxínmengunar sem varð vart í búfé og mjólk á bænum og er rakið til sorpbrennslu á vegum bæjarins. 
 
Málið komst í hámæli í desember árið 2010 þegar díoxín greindist í mjólk frá bænum. Í kjölfarið, um vorið 2011, var bústofn hans svo felldur; um áttatíu kindur og tuttugu nautgripir. 
 
Steingrímur segist ekki heldur hafa fengið neitt formlegt tilboð frá bænum um skaðabætur, en Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að bærinn hefði náð samkomulagi við bændur á tveimur nálægum bæjum, þar sem fella þurfti fé.
 
 „Ég ætla með þetta mál alveg til enda og er með mál í gangi sem bara mjakast rólega áfram. Matsmenn á vegum bæjarins hafa metið hluta af þessum skaða og það má vera að það verði hægt að leysa sauðfjárhlutann með einhvers konar sátt við bæinn. Ég sé þó enga lausn á þessum málum á allra næstu mánuðum.“
 
Er með kominn með 100 fjár
 
„Ég fékk heimild fyrir því frá Matvælastofnun að hefja aftur sauðfjárbúskap og ég hóf búskap aftur í fyrrahaust. Ég hef verið með um 100 fjár í vetur – en ekki nautgripi að svo stöddu. Mér er sagt að sauðfé taki ekki upp mikið díoxín og því sé það óhætt.“
 
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, lét hafa eftir sér í viðtali við Fréttablaðið að bærinn viðurkenni ekki skaðabótaskyldu vegna díoxínmengunar frá sorpbrennslunni í Engidal, þótt bærinn ætli að taka þátt í að bæta tjón bænda á svæðinu. Þar segist hann aldrei hafa séð gögn sem sýni fram á díoxínmengun í kjötinu úr Engidal, sem væri marktækt yfir mörkum. Hann viðurkennir þó að sýni af nautahakki hafi verið lítillega yfir öryggismörkum.
 
Ljóst er þó að sýni úr mjólk, nautgripum og sauðfé frá Efri-Engidal hafa öll sýnt díoxínmengun yfir hámarksákvæðum. Það kemur skýrt fram í skýrslu sérfræðihóps MAST, sem fjallaði um áhrif díoxínmengunar á framtíð búskapar í Engidal í Skutulsfirði, og birt var í byrjun 2011. Skýrslan var birt á heimasíðu Matvælastofnunar og hana er enn þar að finna undir mast.is/uploads/document/skyrslur. 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...