Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Á sama tíma og íslenska hagkerfið er í mikilli uppsveiflu og Íslendingar kvarta undan því að vegakerfið sé að eyðileggjast, leggjast Normenn í vegaframkvæmdir sem aldrei fyrr, þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í olíutekjum.
Á sama tíma og íslenska hagkerfið er í mikilli uppsveiflu og Íslendingar kvarta undan því að vegakerfið sé að eyðileggjast, leggjast Normenn í vegaframkvæmdir sem aldrei fyrr, þrátt fyrir gríðarlegan samdrátt í olíutekjum.
Fréttir 3. apríl 2017

Stjarnfræðileg upphæð til samgöngumála á 12 árum

Höfundur: Dagbladet - ehg
Ríkisstjórn Ernu Solberg í Noregi kynnti á dögunum nýja samgönguáætlun og upplýsti að ákveðið hefur verið að verja þúsund milljörðum norskra króna, um 14 þúsund milljörðum íslenskra króna, til samgöngumála í landinu næstu 12 árin. Erna Solberg sagði þetta sögulega stund, enda aldrei áður varið jafn miklu fjármagni í málaflokkinn þar í landi. 
 
Eftir að hafa skoðað hvernig á að verja upphæðinni eru ekki allir á eitt sáttir um ráðahaginn og þannig finnst mörgum í dreifbýlinu þeir vera sniðgengnir. Um 45 prósent af fjármagninu á að nota í lestarkerfið, eins og ný lestargöng undir Osló, minnka á ferðatímann milli Bergen og Osló og bæta á lestarspor í Neðra-Rómarríki svo fátt eitt sé nefnt. Margir hafa gagnrýnt þessa nýju áætlun og benda á að það séu fleiri þættir mikilvægir en að komast hratt á milli áfangastaða, eins og að hafa örugga vegi og að bæta þurfi allar almenningssamgöngur, ekki einungis lestarkerfið. Erna Solberg og flokksfélagar hennar hafa þó ekki alveg gleymt landsbyggðinni þar sem hún setur nú mikið fjármagn til byggingar á nýjum flugvelli í Bodø í Norður-Noregi og á nokkrum hættulegum þjóðvegum. 
 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...