Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Stjórn BÍ lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktarinnar
Fréttir 3. ágúst 2017

Stjórn BÍ lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktarinnar

Stjórn BÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktarinnar í landinu og þeim miklu afurðaverðslækkunum sem virðast vera í farvatninu. Yfirlýsingin er birt hér í heild sinni:

Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu sauðfjárræktar í landinu. Þær miklu afurðaverðslækkanir sem boðaðar hafa verið í haust auk seinkana á greiðslum munu valda bændum verulegum vanda á næstu mánuðum.

Ljóst er að sauðfjárbændur munu eiga í erfiðleikum með að standa við skuldbindingar sínar. Í boðuðum lækkunum felst meira en þriðjungs tekjuskerðing samhliða hærri fjármagnskostnaði sökum dráttar á greiðslum. Verði lækkunin öll að veruleika setur hún afurðaverðið aftur á þann stað sem það var fyrir áratug sem er ekkert minna en stórfelld kjaraskerðing. Á sama tíma hefur hagur neytenda batnað verulega því sá sem keypti lambakjöt fyrir andvirði klukkustundar vinnu árið 2008 er nú aðeins 37 mínútur að vinna fyrir sama magni.

Stjórn BÍ hvetur félagsmenn til að ræða strax við sína birgja og viðskiptabanka um þessa alvarlegu stöðu og leita með þeim lausna. Bændasamtökin munu veita allan þann stuðning sem þeim er fært í þeirri baráttu.

Rætt hefur verið við stjórnvöld um mögulegar aðgerðir til að draga úr framleiðslu til lengri tíma litið. Vonir standa til þess að þar náist niðurstaða, en hún tekur ekki á þeim bráðavanda sem uppi er. Stjórn BÍ telur skynsamlegast að taka á honum með sambærilegum aðferðum og tíðkast í samanburðarlöndum okkar í samskonar tilvikum þar sem gripið er inn í markaðinn ef aðstæður sem þessar koma upp.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...