Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjórnin sprakk vegna trúnaðarbrests
Fréttir 6. júlí 2023

Stjórnin sprakk vegna trúnaðarbrests

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Stjórn Lífeyrissjóðs bænda (LSB) er í upplausn. Fjórir af fimm stjórnarmönnum sjóðsins sögðu af sér í júní og hefur verið boðað til aukaársfundar í ágúst til að manna stjórn og varastjórn. Upp kom ágreiningur um framtíð sjóðsins sem leiddi til trúnaðarbrests.

Formaður stjórnarinnar, Skúli Bjarnason, sagði af sér þann 2. júní og í kjölfarið fylgdu úrsagnir Ernu Bjarnadóttur og Guðbjargar Jónsdóttur þann 13. júní og Örn Bergsson sagði sig úr stjórn þann 14. júní.

Aðeins einn stjórnarmeðlimur, Guðrún Lárusdóttir, situr því enn. Auk hennar hafa tveir varamenn, þau Jóhann Már Sigurbjörnsson og Oddný Steina Valsdóttir, tekið sæti í stjórn, sem er því aðeins skipuð þremur mönnum. Guðrún er nýr formaður stjórnar og Jóhann varaformaður.

Aukaársfundur hefur verið boðaður þann 31. ágúst nk. þar sem fram fer kosning til stjórnar sjóðsins ásamt samþykktabreytingum, að því er fram kemur á vefsíðu lífeyrissjóðsins.

Guðrún Lárusdóttir segir að starfsemi sjóðsins sé með óbreyttum hætti.

Telja hagsmuni sjóðfélaga betur borgið með sameiningu

Í yfirlýsingu frá þeim Ernu, Guðbjörgu og Erni kemur fram að vegna stöðu sjóðsins hafi stjórn LSB þótt nauðsynlegt að skoða hvort hagsmunum sjóðfélaga væri betur borgið til lengri tíma litið með því að kanna möguleika á að breyta starfsemi sjóðsins og skoða sameiningu við annan og stærri sjóð.

Ekki hafi náðst samstaða um málið á vettvangi sjóðsins og leiddi það meðal annars til trúnaðarbrests, sem varð til þess að þau sögðu sig úr stjórninni. Yfirlýsinguna má lesa í fullri lengd á síðu 52. Í henni segir enn fremur: „Þá lá einnig til grundvallar að sjóðurinn er og hefur verið að horfa fram á aukna lífeyrisbyrði, samfara hækkun á meðalaldri sjóðfélaga.“

Samkvæmt samantekt úr ársreikningum lífeyrissjóða sem Fjármálaeftirlitið heldur utan um var lífeyrisbyrði sjóðsins 276% árið 2022. Það þýðir að sjóðurinn er að borga 2,76 krónur út fyrir hverja 1 krónu sem kemur inn. Er það með hæsta móti miðað við aðra lífeyrissjóði landsins samkvæmt samantektinni.

Tími minni lífeyrissjóða liðinn

Örn Bergsson, bóndi á Hofi í Öræfum, hafði setið lengst allra í stjórn sjóðsins, í tæp 24 ár. „Ég tel að tími minni lífeyrissjóða sé liðinn. Það er allt of dýrt að reka minni sjóði og þeir eiga minni möguleika á að ná góðri ávöxtun. Sem dæmi þá eru Norðmenn með einn lífeyrissjóð fyrir fimm milljónir manna en á Íslandi eru tuttugu sjóðir fyrir 400.000 manns.“

Hann segir að þegar ljóst yrði að ekki yrði farið í þá vegferð að sameina Lífeyrissjóð bænda við stærri sjóð hafi hann talið sig ekki stætt á að sitja áfram. Hann telur hagsmuni sjóðfélaga betur borgið með því að sameinast stærri sjóði enda séu viðsjárverðir tímar á fjármálamörkuðum.

Aðstæður erfiðar

Í ávarpi Skúla Bjarnasonar, fyrrv. formanns stjórnar, í ársskýrslu sjóðsins fyrir árið 2022 kemur fram að eftir þrjú hagstæð ár hvað ávöxtun varðar hafi aðstæður fyrir lífeyrissjóði á öllum eignamörkuðum verið mjög erfiðar. Nafnávöxtun allra eignaflokka hafi verið lítil sem engin eða neikvæð og á sama tíma hafi verðbólga verið meiri en þekkst hafi um langt skeið.

Lífeyrissjóður bænda tók til starfa í ársbyrjun 1971 og hefur frá árinu 2018 starfað á grundvelli laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997, með síðari breytingum og samþykktum er fyrir sjóðinn gilda. Sjóðfélagar voru í árslok 2022 alls 10.768 talsins en greiðandi virkir sjóðfélagar 2.030 skv. ársskýrslu. Starfsmenn sjóðsins eru fjórir.

Nýtt Bændablað kom út í morgun

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...