Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Goðafoss.
Goðafoss.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. apríl 2017

Stóraukið álag á náttúruperlur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Álag á ferðamannastaði hefur aukist mjög samfara sprengingu í heimsóknum erlendra ferðamanna til Íslands og er ekkert lát á. 
 
Umhverfisstofnun hefur víðtækt verndunarhlutverk þegar kemur að náttúru Íslands og þá einkum er varðar friðlýst svæði. Á vefsíðu stofnunarinnar eru raktar nokkrar tölur um áætlaðan fjölda á ýmsa viðkomustaði hér á landi og álag af mannavöldum. 
 
Ferðamálastofa áætlar út frá svörum úr ferðavenjukönnun erlendra gesta að sumarið 2016 hafi fjöldi erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll verið 664.113 talsins. Í könnun Ferðamálastofu, svo eitt dæmi sé nefnt, sögðust 71,2% aðspurðra hafa heimsótt Suðurland.  Má því gróflega áætla að tæplega 473 þúsund þeirra erlendu ferðamanna sem til landsins komu hafi heimsótt landshlutann.
 
Með sömu aðferð heimsótti nálega annar hver erlendur ferðamaður Norðurland sumarið 2016, eða 333.400 gestir. Tæplega tvöfalt fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu Reykjavík. Alls 95,6% allra erlendra ferðamanna höfðu viðdvöl í höfuðborginni sumarið 2016, alls um um 635.000 erlendir gestir.
 
Svo nokkrir vinsælir viðkomustaðir séu valdir af handahófi út frá tölum Ferðamálastofu má áætla að 23,4% erlendra gesta hafi sumarið 2016 sótt Bláa lónið, eða 155.400 manns.
 
Um 40% heimsóttu Ásbyrgi-Dettifoss, 62,6% erlendra gesta sóttu Geysi-Gullfoss heim sumarið 2016, eða hvorki fleiri né færri en 415.700 manns. Eru þá íslenskir gestir ónefndir. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...