Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Goðafoss.
Goðafoss.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. apríl 2017

Stóraukið álag á náttúruperlur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Álag á ferðamannastaði hefur aukist mjög samfara sprengingu í heimsóknum erlendra ferðamanna til Íslands og er ekkert lát á. 
 
Umhverfisstofnun hefur víðtækt verndunarhlutverk þegar kemur að náttúru Íslands og þá einkum er varðar friðlýst svæði. Á vefsíðu stofnunarinnar eru raktar nokkrar tölur um áætlaðan fjölda á ýmsa viðkomustaði hér á landi og álag af mannavöldum. 
 
Ferðamálastofa áætlar út frá svörum úr ferðavenjukönnun erlendra gesta að sumarið 2016 hafi fjöldi erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll verið 664.113 talsins. Í könnun Ferðamálastofu, svo eitt dæmi sé nefnt, sögðust 71,2% aðspurðra hafa heimsótt Suðurland.  Má því gróflega áætla að tæplega 473 þúsund þeirra erlendu ferðamanna sem til landsins komu hafi heimsótt landshlutann.
 
Með sömu aðferð heimsótti nálega annar hver erlendur ferðamaður Norðurland sumarið 2016, eða 333.400 gestir. Tæplega tvöfalt fleiri erlendir ferðamenn heimsóttu Reykjavík. Alls 95,6% allra erlendra ferðamanna höfðu viðdvöl í höfuðborginni sumarið 2016, alls um um 635.000 erlendir gestir.
 
Svo nokkrir vinsælir viðkomustaðir séu valdir af handahófi út frá tölum Ferðamálastofu má áætla að 23,4% erlendra gesta hafi sumarið 2016 sótt Bláa lónið, eða 155.400 manns.
 
Um 40% heimsóttu Ásbyrgi-Dettifoss, 62,6% erlendra gesta sóttu Geysi-Gullfoss heim sumarið 2016, eða hvorki fleiri né færri en 415.700 manns. Eru þá íslenskir gestir ónefndir. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...