Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Straumönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Fréttir 25. júní 2024

Straumönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Straumönd er smávaxin kafönd sem á heimkynni sín helst við straumharðar ár. Þessi litla önd er afar sundfim, hún hikar ekki við að synda út harðan straum eða brim þar sem hún kafar eftir æti. Hennar helsta fæða er bitmý, púpur og lirfur í lindám en úr sjó ýmis smádýr eins og marflær, þanglýs og kuðungar. Straumendur eru nokkuð spakar og félagslyndar. Vinsælar ár geta verið nokkuð þétt setnar á sumrin, jafnvel á varptíma. Yfir vetrarmánuðina geta þær verið í litlum, þéttum hópum við brimsamar strendur. Einu varpstöðvar straumandar í Evrópu eru hérna á Íslandi og er áætlað að stofninn sé um 3.000–5.000 varppör.

Skylt efni: fuglinn