Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Styrking raforkuflutningakerfis á N-Austurlandi forgangsatriði
Fréttir 1. mars 2016

Styrking raforkuflutningakerfis á N-Austurlandi forgangsatriði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að styrking raforkuflutningskerfis á Norð­austur­landi með bættum raforkuflutningi milli Blöndu og Kárahnjúkavirkjunar sé forgangsatriði fyrir landshlutann. 
 
Þá sé brýnt að ráðast verði í þá framkvæmd óháð því hvort og þá hvenær ráðist verði í fyrirhugaða Sprengisandslínu. Sveitarstjórn telur að Sprengisandslína sé fyrst og fremst ætluð til styrkingar á byggðalínunni og því sé um aðskildar framkvæmdir að ræða sem ekki séu háðar sameiginlegu umhverfismati. 
 
Þetta kemur fram í bókun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem samþykkt var á fundi nýverið. Sex fulltrúar greiddu bókuninni atkvæði sitt, einn sat hjá. Fyrir fundinum lá erindi frá Skipulagsstofnun sem hefur til meðferðar tillögu fyrirtækis að matsáætlun vegna Sprengisandslínu.
 
Stofnunin hefur verið að fara yfir þær athugasemdir sem bárust við tillögunni. Í þeim athugasemdum, sem eru samhljóða, auk annarra athugasemda, hefur verið vikið að mögulegu sameiginlegu umhverfismati línunnar og annarra framkvæmda sem eru fyrirhugaðar af hálfu Landsnets.  
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...