Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið.
Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið.
Mynd / Almar Alfreðsson
Fréttir 12. apríl 2021

Styrkur til að leggja ljósleiðara til Hríseyjar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Styrkur að upphæð 6 milljónir króna fengust úr Fjarskiptasjóði sem hýstur er hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja stofnstreng með ljósleiðara til Hríseyjar. Fjárhæðin nýtist til að greiða hluta kostnaðar við verkefnið, en strengurinn fer þriggja til fjögurra kílómetra leið frá fasta landinu og yfir sundið til Hríseyjar.

Ásthildur Sturludóttir, bæjar­stjóri á Akureyri, hafði fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar, óskað eftir viðræðum við Fjarskiptasjóð um hvernig best væri að fjármagna ljós­leiðaratengingu til Hríseyjar og hvað þyrfti að gera til að hægt væri að hefja verkið við fyrsta tækifæri.

Ljósleiðaratenging styrkir ferðaþjónustuna

Nettengingar við Hrísey eru nú í gegnum örbylgjusamband sem hindrar fulla afkastagetu við flutning á efni um netið og hamlar hraðvirkni í tölvuvinnslu. Þykir afar brýnt að bæta þar úr hið fyrsta. Með því að tengja Hrísey við ljósleiðara megi tryggja betur fasta búsetu í eyjunni og gera hana að álitlegum búsetukosti fyrir fólk í öllum starfsgreinum. Ljósleiðaratenging yrði einnig til að efla ferðaþjónustu í Hrísey sem vaxið hefur fiskur um hrygg á undanförnum árum.

Nú liggur fyrir að finna hagkvæmasta kostinn við lagningu ljósleiðara yfir sundið frá fasta landinu til eyjarinnar í samráði og samvinnu við þar til bæra aðila og undirbúa tengingu við hús í byggðakjarnanum líkt og gert er í öðru þéttbýli á Íslandi.

Ásthildur segir á vef Akureyrar­bæjar að nú verði leitast við að finna það fjármagn sem upp á vanti til að hægt verði að tengja Hrísey við ljósleiðaranetið.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...