Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið.
Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið.
Mynd / Almar Alfreðsson
Fréttir 12. apríl 2021

Styrkur til að leggja ljósleiðara til Hríseyjar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Styrkur að upphæð 6 milljónir króna fengust úr Fjarskiptasjóði sem hýstur er hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja stofnstreng með ljósleiðara til Hríseyjar. Fjárhæðin nýtist til að greiða hluta kostnaðar við verkefnið, en strengurinn fer þriggja til fjögurra kílómetra leið frá fasta landinu og yfir sundið til Hríseyjar.

Ásthildur Sturludóttir, bæjar­stjóri á Akureyri, hafði fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar, óskað eftir viðræðum við Fjarskiptasjóð um hvernig best væri að fjármagna ljós­leiðaratengingu til Hríseyjar og hvað þyrfti að gera til að hægt væri að hefja verkið við fyrsta tækifæri.

Ljósleiðaratenging styrkir ferðaþjónustuna

Nettengingar við Hrísey eru nú í gegnum örbylgjusamband sem hindrar fulla afkastagetu við flutning á efni um netið og hamlar hraðvirkni í tölvuvinnslu. Þykir afar brýnt að bæta þar úr hið fyrsta. Með því að tengja Hrísey við ljósleiðara megi tryggja betur fasta búsetu í eyjunni og gera hana að álitlegum búsetukosti fyrir fólk í öllum starfsgreinum. Ljósleiðaratenging yrði einnig til að efla ferðaþjónustu í Hrísey sem vaxið hefur fiskur um hrygg á undanförnum árum.

Nú liggur fyrir að finna hagkvæmasta kostinn við lagningu ljósleiðara yfir sundið frá fasta landinu til eyjarinnar í samráði og samvinnu við þar til bæra aðila og undirbúa tengingu við hús í byggðakjarnanum líkt og gert er í öðru þéttbýli á Íslandi.

Ásthildur segir á vef Akureyrar­bæjar að nú verði leitast við að finna það fjármagn sem upp á vanti til að hægt verði að tengja Hrísey við ljósleiðaranetið.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...