Súmatra-nashyrningurinn nánast útdauður
Innan við eitt hundrað villtir Súmatra-nashyrningar finnast í Indónesíu í dag og litlar líkur eru talda á að stofninn geti náð sér á strik.
Súmatra-nashyrningar hafa þróast í einangrun í þúsundir ára og þykja með sérkennilegustu nashyrningum á jörðinni og engum öðrum líkir. Þeir eru minnstir af þeim þremur tegundum sem vitað er um í Asíu og með þeim minnstu í heiminum. Fækkun Súmatra-nashyrninga hefur verið hröð á síðasta áratug og hefur fækkað úr 250 árið 2008 í undir 100 á þessu ári.
Ástæða fækkunarinnar er sögð vera ólöglegar veiðar vegna hornanna sem margir getulausir karlmenn telja að innihaldi örvandi efni fyrir slátrið. Skógareldar í Indónesíu undanfarið hafa einnig eyðilagt búsvæði nashyrninganna.