Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Egg og dúnn í æðarhreiðri.
Egg og dúnn í æðarhreiðri.
Mynd / TB
Fréttir 16. ágúst 2019

Sveiflur í æðardúnstekju yfir landið

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var rætt við nokkra æðarbændur á Vestur­landi og Vestfjörðunum sem voru sammála um að draumaár hefði verið hjá þeim á sínu svæði. Sömu sögu er ekki hægt að segja af æðarbændum annars staðar á landinu en á Norðurlandi og Norðausturlandi eru æðarbændur ekki jafn ánægðir með útkomu ársins og getur verið nokkrum þáttum um að kenna. 
 
„Þetta var mjög skrýtið vor hérna en fínt, fuglinn kom seint og það var minna af honum en venjulega. Sennilega var það vegna ætisskorts, það var loðna í firðinum en hún var sennilega of djúpt svo fuglinn náði henni ekki. Ég myndi áætla að það hafi verið um 70 prósent af þeim fjölda sem er í venjulegu ári en um 40 prósent minna af dún. Við sluppum við rigningu og dúnninn er þokkalegur. Fuglinn var farinn að græja hreiðrin í kringum 20. maí en það fór lítið fyrir þeim og þær svona smá komu inn. Þetta er frekar lélegt ár en ekkert í líkingu við 2006 þegar kom slæmt maíhret svo þær drápust á hreiðrum og stór hluti varpsins fór í eyði og kom ekki aftur,“ segir Kristinn Ásmundsson á Höfða í Grýtubakkahreppi, formaður Félags æðarbænda í Eyjafirði og Skjálfanda. 
 
Um 900 fuglar drepist
 
„Þetta gekk ekki vel í vor og það drapst mikið af fugli bæði núna og í fyrra. Við vitum ekki af hverju þetta stafar en okkur var sagt af dýralækni að sennilega væri þetta fuglakólera. Hér voru tekin sýni úr vatni og drullukeldu en við eigum eftir að fá niðurstöður úr því. Í ár og síðasta hafa sennilega drepist hátt í 900 fuglar hjá okkur sem er mjög mikið. Það er ekki veðurfari um að kenna og þó að það hafi verið lítil loðna á Norðurlandi var varpið óvenju langt eða sem sagt yfir óvenju langan tíma. Það er allt í lagi með dúninn, það á eftir að hreinsa hann en hann lítur vel út,“ útskýrir Guðlaug Jóhannsdóttir, bóndi á Hrauni á Skaga. 
 
Kuldakafli fyrir norðan
 
Margrét Rögnvaldsdóttir er í forsvari fyrir stórfjölskyldu sína sem sinnir æðarvarpi á ættaróðali fjölskyldunnar á Harðbak á Melrakkasléttu. Þar að auki er Margrét í stjórn Æðarræktarfélags Íslands. 
„Það var mjög gott veður í lok apríl en síðan kom kuldakafli. Það var eitthvað byrjað í byrjun maí en síðan kom stopp eða réttara sagt þær hættu að skríða upp. Þetta er um 60–70 prósent af því sem við sjáum í venjulegu ári. Þetta hef ég líka heyrt hjá fleiri bændum á Norðausturlandi, eða frá Tjörnesi að Vopnafirði en einnig eru bændur sem sjá svipað varp og venjulega hjá sér í ár. Það hefur verið talað um veðrið og ætið en þær voru greinilega seinni í varpið því þær voru ekki nógu feitar. Við fengum mink í varpið hjá okkur og er það auðvitað einn þáttur sem hefur áhrif. Síðasta sumar var ofsalega gott á þessu svæði og var meira þá en í meðalári svo þetta getur alltaf sveiflast.“ 
 

Skylt efni: æðarbændur | æðardúnn

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...