Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sýking ógna ólífutrjám í Evrópu
Fréttir 9. janúar 2015

Sýking ógna ólífutrjám í Evrópu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bakteríusýking sem drap nokkur þúsund hektara af aldagömlum ólífulundum á suður Ítalíu á síðasta ári sýnir merki þessa að dreifa sér til fleiri Evrópulanda.

Einkenni sýkingarinnar er að bakterían, Xylella fastidiosa, teppir vatnsflæði um trén með þeim afleiðingum að blöð þeirra þorna og skrælna áður en þau fall af. Eftir það þorna greinarnar.

Bakterían er vel þekkt í Suður Ameríku og Miðausturlöndum og er talið að hún hafi borist til Ítalíu með skordýrum eða sýktum plöntuafurðum og þaðan ólífutrén.

Eftir að bakterían hefur tekið sér bólfestu breiðist hún út með skordýrum sem fara milli trjáa og sjúga úr þeim safa og geta mismunandi afbrigði bakteríunnar tekið sér bólfestu í mismunandi trjátegundum eins og eik, hlyn, sítrusávöxtum, kirsiberjum, möndlutrjám og vínvið svo dæmi séu tekin.

Í nóvember síðast liðnum voru 7,5 milljónir evra, jafngildi 1,1miljarða íslenskra króna, eyrnamerktir vörnum gegn sýkingum í trjám innan Evrópusambandsins. Hluti þeirra fjárveitingar er ætluð til varna aukinni útbreiðslu sýkingarinnar í ólífutrjánum á Ítalíu enda um gríðarlega hagsmuni að ræða þar sem heilu héruðin sem byggja afkomu sína á ólífurækt í löndunum við Miðjarðarhaf.

Bent hefur verið á að breytingar á útbreiðslu plöntu- og dýrasjúkdóma sem orðið hefur vart undanfarin ár tengist oft breytingum á alþjóðlegum viðskiptum með vörur. Sýkingar sem ekki þekktust áður á ákveðnum svæðum hafa undanfarin ár verið að skjóta upp kollinum eftir að tekin hafa verið upp viðskipti með landbúnaðarafurðir við ný svæði.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...