Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá uppskeruhátíð síðasta hraðals í Tjarnabíói.
Frá uppskeruhátíð síðasta hraðals í Tjarnabíói.
Mynd / smh
Fréttir 22. apríl 2020

Tækifæri fyrir frumkvöðla í landbúnaði og sjávarútvegi

Höfundur: smh

Opnað hefur verið fyrir umsóknir að viðskiptahraðlinum „Til sjávar og sveita“, sem er sérsniðinn að frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum með hugmyndir og verkefni á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs. Tilgangur hraðalsins er að stuðla að nýsköpun í þessum greinum með áherslu á sjálfbærni.

Það er Icelandic Startups sem hefur umsjón með verkefninu og er þetta þriðja árið sem hann verður starfandi.  Árlega eru tíu fyrirtæki valin til þátttöku í tíu vikna viðskiptahraðli og er markmiðið að hraða vinnsluferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað.

Aðgengi að reyndum frumkvöðlum og fjárfestum

Á tíu vikum vinna frumkvöðlarnir innan hans vébanda að verkefnum sem munu verða virðisaukandi viðskiptatækifæri fyrir þessa grunnatvinnuvegi Íslendinga. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Þátttakendur fá jafnframt fjölda tækifæra til að koma hugmyndum sínum á framfæri og efla tengslanetið.

Uppskeruhátíð verður 29. október þar sem frumkvöðlarnir fá tækifæri til að kynna verk­efni sín í veglegri athöfn.

Umsóknarfrestur fyrir haustið rennur út þann 15. júní og hægt er að sækja um í gegnum vef hraðalsins, tilsjavarogsveita.is.

Álfur var þátttakandi í síðasta hraðli, en þar er bjór bruggaður úr kartöfluhýði sem er vannýtt hráefni úr landbúnaði.þátttakandi í síðasta hraðli, en þar er bjór bruggaður úr kartöfluhýði sem er vannýtt hráefni úr landbúnaði. Myndin er frá kynningu á uppskeruhátíðinni á síðasta ári í Tjarnarbíói. Mynd / smh

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...