Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Rúnar Birgi Gíslason.
Rúnar Birgi Gíslason.
Fréttir 20. júní 2016

Tæknin er nýtt til hins ítrasta á Landsmóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Það er að mörgu að hyggja fyrir tæknistjóra Landsmóts, Rúnar Birgi Gíslason. Því þó að Landsmótið snúist að mestu um hesta og mannfagnað þá þarf að leggja margar snúrur og marga kapla til að sinna öllum þeim kröfum sem gestir og keppendur gera.

Rúnar segir starf sitt að mestu fólgið í því að skipuleggja aðkomu mismunandi tæknimanna.
Vel þurfi að passa upp á hljóðflæði á svæðinu og að hljóðið heyrist vel í áhorfendabrekkum en trufli ekki hestana.

Upptaka fyrir sjónvarp fer fram á báðum völlum alla keppnisdagana og sitja menn í myndstjórn við að setja kynningar og upplýsingar ofan á myndina sem birtist á risaskjá við aðalvöllinn. Myndin fer einnig í OZ-appið þar sem fólk getur horft á mótið meðan á því stendur og jafnvel eftir á, gegn greiðslu og til WorldFengs þar sem hægt er að kaupa sérstaka myndbandaáskrift.

Kynningar og upplýsingar sem birtast á skjám og í sjónvarpi eru allar sóttar rafrænt  og þær flæða líka áfram inn í landsmótsappið þannig að allir eiga að geta séð rauntíma rásröð og stöðu hvar sem þeir eru.
Til að allt þetta geti flætt milli staða á þeim hraða sem fólk vill þarf öflugar lagnir og hefur því verið lagður ljósleiðari milli allra helstu punkta svæðisins.Mikil vinna liggur að baki hönnun og stjórnun tæknimála á mótinu.
 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...