Tæknin er nýtt til hins ítrasta á Landsmóti
Það er að mörgu að hyggja fyrir tæknistjóra Landsmóts, Rúnar Birgi Gíslason. Því þó að Landsmótið snúist að mestu um hesta og mannfagnað þá þarf að leggja margar snúrur og marga kapla til að sinna öllum þeim kröfum sem gestir og keppendur gera.