Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mynd úr skýrslunni ANTIBIOTIC RESISTANCE THREATS  in the United States.
Mynd úr skýrslunni ANTIBIOTIC RESISTANCE THREATS in the United States.
Fréttir 29. febrúar 2016

Talið er að um 25 þúsund manns látist árlega innan ríkja ESB vegna sýklalyfjaónæmis

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Vandinn við að lækna fólk af bakteríum sem fúkkalyf ráða ekki við hefur farið ört vaxandi í ríkjum Evrópusambandsins á undanförnum árum. Eru sýklalyfjaónæmar súnur (Zoonoses) orðnar skæðar, en þær berast hæglega úr dýrum í menn.  
 
Þá vara læknar nú við því að bakteríur séu að öðlast ónæmi fyrir fúkkalyfinu ciprofloxacin sem er afar mikilvægt til að berjast við sýkingar í mönnum. 
 
Fúkkalyfjaónæmi er orðið mjög útbreitt í camfyló-bakteríum sem berast í menn m.a. úr fæðunni sem þeir borða. Það þýðir að æ erfiðar verður að lækna fólk sem af þessum bakteríum veikjast. 
 
Samkvæmt úttekt Heilsu- og fæðuöryggisnefndar ESB þá deyja nú árlega um 25 þúsund manns í Evrópusambandinu sem rekja má til sýklalyfjaónæmra baktería. Vandinn er enn að aukast og slíkar bakteríur berast til sífellt fleiri landa. 
 
EFSA og ECDC vara við stöðunni
 
Fæðuöryggisstofnun Evrópu­sambands­ins EFSA lét gera úttekt á málinu 2014. Í skýrslu sem þá var unnin voru notaðar faraldsfræðilegar aðferðir við að greina stöðuna. Þá hefur miðstöð sjúkdómavarna í Evrópu ECDC og EMA einnig varað við stöðunni. Var síðan birt frétt þar sem sérfræðingar vöruðu við stöðunni þann 11. febrúar síðastliðinn. Þar er byggt á gögnum úr skýrslunni.  
 
Vandinn liggur í ofnotkun sýklalyfja
 
Vandinn í Evrópu á að stórum hluta rætur að rekja til notkunar sýklalyfja sem vaxtarhvetjandi efna við ræktun á alifuglum og nautgripum. Þessi vandi er líka orðinn mjög mikill í Bandaríkjunum af sömu ástæðum. Óhófleg notkun á sýklalyfjum hjá mannfólkinu hefur svo aukið enn á vandann. Þó að á Íslandi hafi sýklalyf verið notuð í óhófi hjá mannfólkinu um langa hríð, þá er sýklalyfjanotkun í landbúnaði hér á landi og í Noregi sú allra minnsta sem þekkist í heiminum. Munar þar mjög miklu miðað við þau ríki sem mest hefur verið flutt af kjötvörum frá til Íslands. Sýklalyfjaónæmar bakteríur hafa því ekki náð fótfestu í landbúnaði hér á landi og þykir íslenskum læknum sem og erlendum sérfræðingum mikið til vinnandi að reyna að verja landið eins og kostur er. Það verði m.a. gert með því að hindra innflutning á hráu kjöti frá Evrópu. 
 
Gallinn er að það eru ekki til nein skref til baka þegar bakteríur hafa á annað borð áunnið sér ónæmi fyrir lyfjum. Eina ráðið er að þróa öflugri lyf sem ekki er einfalt mál þegar um sýklalyf er að ræða.  
 
Spörum enn um 7 milljarða króna vegna hreinleika landsins
 
Staðan á Íslandi er afar mikils virði metið í beinhörðum peningum. Ef kostnaðarstaða miðstöðvar sjúkdómaeftirlits og sjúkdómavarna (CDC) hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna væri yfirfærð yfir á Ísland miðað við íbúafjölda, þá myndi baráttan við sýklalyfjaónæmar bakteríur kosta Íslendinga um 7 milljarða króna á ári. Slíkir peningar eru ekki gripnir upp úr götunni og því þyrfti annaðhvort að skera niður í heilbrigðisþjónustunni sem því nemur, eða taka þá fjármuni úr örðum verkefnum. 
 
Álegur heildarkostnaður Banda­ríkjamanna af glímunni við sýklalyfjaónæmið er því áætlaður um 55 milljarðar dollara. Það samsvarar hátt í sjö þúsund milljörðum íslenskra króna (6.985.000.000.000).
 
Sambærilegur kostnaður í íslenskum veruleika yrði því fljótur að vega upp meintan gróða af innflutningi á hráu kjöti. Hvert ár sem hægt er að halda sýklalyfjaónæmum bakteríum fjarri eða í lágmarki er því mikils virði fyrir þjóðfélagið. 
 
Fjölónæmar bakteríur orðnar áberandi
 
Samkvæmt tölum Evrópu­sambandsins hafa bakteríur í mönnum og kjúklingum í 30% tilfella myndað ónæmi fyrir tetracyclin. Í 28,2% tilvika varðandi sulphomid og í 28,2% tilvika hafa þær myndað ónæmi fyrir ampicilin-lyfinu.
 
Fjöllyfjaónæmi er líka orðið hátt í Evrópubúum eða 26%. Þá finnast fjölónæmar bakteríur í 24,8% til 30,5% tilvika í holdakjúklingi og kalkún. Ákveðnar bakteríutegundir valda læknum þó sérstökum áhyggjum. Það eru Salmonella Kentucky og Salmonella Infantis sem hafa sýnt mjög hátt þol gegn ciprofloxacin og hafa hátt fjöllyfjaónæmi. Vegna þeirrar alvarlegu stöðu sem uppi er hafa yfirvöld m.a. verið að skoða hvort gera þurfi breytingar á löggjöf vegna alifuglaeldis í ríkjum ESB. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...