Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Tekjulækkun sauðfjárbænda talin í hundruðum milljóna króna
Mynd / Odd Stefán
Fréttir 6. september 2016

Tekjulækkun sauðfjárbænda talin í hundruðum milljóna króna

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Sauðfjárbændur um allt land hafa lýst yfir sárum vonbrigðum með skilaverðið í ár. Útlit er fyrir verulega tekjulækkun hjá bændum en bágri stöðu sláturhúsa, birgðastöðu, styrkingu krónunnar og verðfalli á erlendum mörkuðum er meðal annars kennt um. Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda hefur hvatt bændur til að mótmæla kröftuglega því framtíð sveitanna sé að veði.

Nú hafa allir sláturleyfishafar birt verðskrár sínar en meðaltalslækkun á dilkakjöti nemur tæpum 10%. Verðlækkun á fullorðnu fé er ennþá meiri eða tæp 34%. Verði þetta hin endanlega niðurstaða þýðir hún tæplega 600 milljón króna tekjulækkun sauðfjárbænda miðað við að framleiðsla verði sú sama og í fyrra. Alls 522,8 m. kr. vegna lambakjöts og 68,8 m. kr. vegna annars sauðfjár (alls 591,6 m. kr.). Ljóstýra í myrkrinu er að vonir bænda standa til þess að aukinn fallþungi í kjölfar afburðagóðs sumars um nær allt land vegi upp á móti lágu skilaverði.

Yfirlit um verðlista sláturhúsanna:

Landið allt
Lamb: Var 597 kr./kg - Verður 538 kr./kg.  Lækkun er 59 kr./kg (-9,8%)
Annað sauðfé: Var 174 kr./kg - Verður 115 kr./kg. Lækkun er 59 kr./kg (-33,7%)

Norðlenska
Lamb: Var 599 kr./kg - Verður 535 kr./kg.  Lækkun er 64 kr./kg  (-10,7%)
Annað sauðfé: Var 174 kr./kg - Verður 109 kr./kg.  Lækkun er 65 kr./kg  (-37,0%)

Sláturfélag Austur-Húnvetninga, SAH
Lamb: Var 597 kr./kg - Verður 518 kr./kg.  Lækkun er 79 kr./kg (-13,2%)
Annað sauðfé: Var 174 kr./kg - Verður 113 kr./kg. Lækkun er 61 kr./kg (-35,0%)

Sláturfélag Vopnfirðinga, SV
Lamb: Var 598 kr./kg - Verður 521 kr./kg.  Lækkun er 77 kr./kg (-12,9%)
Annað sauðfé: Var 174 kr./kg - Verður 115 kr./kg. Lækkun er 59 kr./kg (-33,5%)

Fjallalamb
Lamb: Var 593 kr./kg - Verður 530 kr./kg.  Lækkun er 63 kr./kg (-10,7%)
Annað sauðfé: Var 180 kr./kg - Verður 119 kr./kg. Lækkun er 61 kr./kg (-34,1%)

Sláturfélag Suðurlands, SS
Lamb: Var 598 kr./kg - Verður 566 kr./kg.  Lækkun er 32 kr./kg (-5,3%)
Annað sauðfé: Var 173 kr./kg - Verður 130 kr./kg. Lækkun er 43 kr./kg (-25,0%)

Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, KS og SKVH
Lamb: Var 596 kr./kg - Verður 541 kr./kg.  Lækkun er 55 kr./kg (-9,2%)
Annað sauðfé: Var 174 kr./kg - Verður 116 kr./kg. Lækkun er 58 kr./kg (-33,4%)

 

Sauðfjárbændur hvattir til að láta í sér heyra
Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, brýnir stéttarsystkin sín í bréfi á vefnum saudfe.is þriðjudaginn 6. sept.:

 „Kæru sauðfjárbændur.

Undanfarna daga og vikur hafa sláturleyfishafa kynnt bændum verðtöflur haustsins sem ekki eru í neinu samræmi við útgefið viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda. Þótt bændur hafi auðvitað skilning á því að tímabundnir erfiðleikar á mörkuðum fyrir hliðarafurðir og óhagstæð gengisþróun setji afurðastöðvarnar í þrönga stöðu er ótækt að öllum slíkum áföllum sé velt yfir á bændur eins og raunin er.

Verð á lambakjöti hefur ekki fylgt verðlagsþróun í landinu á undanförnum árum og milliliðir taka allt of stóran hlut af endanlegu útsöluverði í sinn hlut. Verðlækkun til bænda lýsir í senn uppgjöf og vanmætti afurðastöðvanna gagnvart smásöluversluninni í landinu. Verslunin beitir fákeppnisaðstöðu sinni til að halda niðri verði til bænda um leið og hún skammtar sér hagnað að vild. Hætt er við því að lækkunin til bænda skili engu öðru en auknum arði til fákeppnisfyrirtækjanna.

Verið er að taka 600 milljónir króna beint úr launaumslagi bænda. Við þetta verður ekki unað og Landssamtök sauðfjárbænda hafa mótmælt þessu harðlega. Um leið hafa samtökin róið að því öllum árum í samvinnu við Bændasamtök Íslands og fleiri að finna leiðir til að sporna við þessari hættulegu þróun.

Ég vil hvetja bændur til að halda fundi sem víðast um landið og láta í sér heyra eins og sauðfjárbændur í Vestur-Húnavatnssýslu gerðu á sunnudaginn. Ég hvet bændur jafnframt til að taka upp símann og upplýsa bæði stjórnarmenn afurðastöðva og alþingismenn um þá grafalvarlegu stöðu sem uppi er.

Framtíð íslenskra sveita er að veði.“

Undir bréfið ritar Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, með baráttukveðju.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...