Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar á Norðausturlandi, hefur hlotið gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga. Megin­stef verðlaunanna í ár var sjálfbærni.
Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar á Norðausturlandi, hefur hlotið gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga. Megin­stef verðlaunanna í ár var sjálfbærni.
Fréttir 4. nóvember 2019

Þeistareykjavirkjun hlaut gullverðlaun þar sem meginstefið er sjálfbærni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þeistareykjavirkjun, jarðvarma­virkjun Landsvirkjunar á Norð­austurlandi, hefur hlotið gull­verðlaun Alþjóðasamtaka verk­efnastjórnunarfélaga – „IPMA Global Project Excellence Award“. Verðlaunin eru stærstu verðlaun sem veitt eru í fagi verkefnastjórnunar á heimsvísu. Meginstef verðlaunanna í ár var sjálfbærni. 
 
Þeistareykjavirkjun hlaut verð­launin í flokknum stór verkefni. Úrskurður dómnefndar tilgreinir sem helstu styrkleika verkefnisins framúrskarandi samskipti við hagsmunaaðila á undirbúnings- og framkvæmdastigi og samhentan verkefnishóp með áherslur á öryggis- og umhverfismál, í anda stefnu Landsvirkjunar um ábyrga nýtingu endurnýjanlegra orkuauðlinda með sjálfbærni að leiðarljósi. 
 
Vekur athygli á alþjóðavettvangi
 
Frá þessu er greint á vefsíðu Lands­virkjunar og þar ef haft eftir Herði Arnarsyni forstjóra að það sé mikill heiður fyrir Landsvirkjun og alla þá sem tóku þátt í Þeystareykjaverkefninu, starfsfólk, ráðgjafa og verktaka, ekki síst í ljósi þess að þema verðlaunanna í ár hafi verið sjálfbærni.„Það er ánægjulegt að viðleitni okkar til þess að vanda til verka og ganga um náttúruauðlindirnar á sjálfbæran hátt skuli vekja athygli á alþjóðavettvangi, enda er sjálfbær nýting auðlinda eitt mikilvægasta hagsmunamál okkar allra um þessar mundir,“ segir hann.  
 
Þeistareykjastöð er fyrsta jarð­varma­stöðin sem Landsvirkjun hefur byggt frá grunni en hún samanstendur af tveimur 45 MW vélasamstæðum og er því alls 90 MW. Frá upphafi hönnunar og undirbúnings að uppbyggingu stöðvarinnar var meginmarkmiðið að reisa hagkvæma og áreiðanlega aflstöð sem tekur mið af umhverfi sínu og náttúru. Rekstur stöðvarinnar hefur gengið vel og er virkni búnaðar umfram væntingar. 
 
Frumkvæði að nýtingu kom frá heimamönnum
 
Frumkvæði að nýtingu náttúru­auðlindarinnar á Þeista­reykjum kom frá heimamönnum, en sveitarfélög og íbúar stofnuðu Þeistareyki ehf. árið 1999. Landsvirkjun kom fyrst að verkefninu árið 2005 en hefur frá árinu 2011 haft forgöngu um undirbúning og framkvæmd þess. 
 
Rannsóknir á jarðhitasvæðinu á Þeistareykjum teygja sig áratugi aftur í tímann. Við mat á umhverfisáhrifum var miðað við allt að 200 MW virkjun á svæðinu, en núverandi verkefni var um byggingu 90 MW virkjunar í tveimur áföngum. Framkvæmdir stóðu í rúm þrjú ár. 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...