Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís, mun halda erindi um það hvernig tæknin er að bylta matvælaiðnaði. Hér er Hörður á ráðstefnu Matvælalandsins sem haldin var í fyrra en þá gegndi hann hlutverki fundarstjóra.
Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís, mun halda erindi um það hvernig tæknin er að bylta matvælaiðnaði. Hér er Hörður á ráðstefnu Matvælalandsins sem haldin var í fyrra en þá gegndi hann hlutverki fundarstjóra.
Mynd / smh
Fréttir 27. mars 2017

Þekking og færni innan matvælagreina

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Samstarfsvettvangur um Matvæla­landið Ísland efnir til opinnar ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. apríl þar sem fjallað verður um leiðir til þess að efla þekkingu og færni innan matvælagreina. 
 
Þetta er fimmta ráðstefnan sem haldin er á jafn mörgum árum en að hópnum standa helstu hagsmuna­aðilar í matvælageiranum. 
 
Þekking og hugvit er grundvöllur aukinnar verðmætasköpunar
 
Einn af lykilþáttum í að auka verðmætasköpun, byggða á mat og matarmenningu, er að starfsfólk í greininni búi yfir viðeigandi þekkingu og færni. 
 
Á ráðstefnu Matvælalandsins verður fjallað um það hvernig fyrirtæki byggja upp og viðhalda þekkingu hjá sínu starfsfólki og hvaða tæki og aðferðir eru fyrir hendi. Hörður Kristinsson, rannsókna- og nýsköpunarstjóri Matís, heldur erindi um það hvernig tæknin er að bylta matvælaiðnaði og þá verður sagt frá ýmsum leiðum til þess að miðla fræðslu til starfsmanna. 
 
Meðal annars mun Hlíf Böðvarsdóttir hjá Securitas fjalla um þjálfun starfsfólks á þenslutímum og Hróbjartur Árnason, lektor við HÍ, mun ræða um nýjar leiðir við miðlun kennsluefnis. 
 
Sagðar verða reynslusögur úr fyrirtækjum þar sem meðal annars koma fram Bára Eyfjörð Heimisdóttir, gæðastjóri Norðlenska, og Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. 
 
Ungt fólk úr matvælagreinum í pallborði
 
Eftir erindin, sem verða öll í styttri kantinum, verða pallborðsumræður þar sem ungt fólk úr ýmsum greinum matvælageirans tekur þátt. Meðal annarra þau Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos, Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari og Einar Freyr Elínarson, formaður Samtaka ungra bænda. Kynnir og ráðstefnustjóri er Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.
 
Allir velkomnir
 
Ráðstefnan verður sem fyrr segir haldin á Hótel Sögu fimmtudaginn 6. apríl. Hún hefst með hádegishressingu kl. 11.30 þar sem meistarakokkar Grillsins láta ljós sitt skína. Áætlað er að ráðstefnunni ljúki kl. 16.00 en aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
 
Matvælalandið Ísland er samstarfshópur Bændasamtaka Íslands, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Matís, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins og fyrirtækja innan viðkomandi samtaka. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið á einnig fulltrúa í hópnum. Allir aðstandendur hafa áratuga reynslu í að starfa að málefnum matvæla og tengdra greina. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...