Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Heimilt er að veiða 800 hreindýr í ár. Nú er búið að veiða rúmlega 120 tarfa og á annan tug kúa.
Heimilt er að veiða 800 hreindýr í ár. Nú er búið að veiða rúmlega 120 tarfa og á annan tug kúa.
Mynd / pvdberg
Fréttir 19. ágúst 2024

Þoka hefur torveldað veiðiskap

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Veiðitímabil á hreindýrstarfa hófst 15. júlí og hreindýrskúa 1. ágúst. Það sem af er hafa veiðst u.þ.b. 121 tarfur og 14 kýr.

Jóhann G. Gunnarsson, sérfræðingur í teymi lífríkis og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun, segir veiðar fara frekar hægt af stað. „Mikið hefur verið um þokur í því hægviðri sem verið hefur undanfarnar vikur,“ segir hann. Búið sé að veiða tarfa á öllum veiðisvæðum. Þó mest á svæðum eitt og sex, þar sem kvótinn á törfum sé hvað hæstur.

„Dýrin eru vel á sig komin og búið að fella nokkra tarfa sem hafa verið um og yfir 100 kg í fallþunga. Menn verða að nýta alla góða daga sem gefast í veðrinu og fylgjast vel með þannig að ekki verði örtröð seint á veiðitímanum. Þó að kvótinn sé lítill á mörgum svæðum þá getur það gerst,“ segir Jóhann. Hann bendir jafnframt á að á veiðisvæði tvö sé lítill kvóti eins og í fyrra vegna fæðar dýra á Fljótsdalsheiðinni og víðar á svæði tvö.

Veiðisvæði hreindýra.
Átta hundruð dýra kvóti

Í ár er heimilt að veiða allt að 800 hreindýr; 397 kýr og 403 tarfa. Kvótinn er sá minnsti í mörg ár. Gjald fyrir veiðileyfi á tarf er 193 þúsund krónur og 110 þúsund fyrir kú. Veiðitíma á tarfa lýkur 15. september og á kýr 20. september.

Á tímabilinu 1. nóvember til og með 20. nóvember eru veiðar á kúm þó heimilaðar á svæðum átta og níu samkvæmt þar til bæru veiðileyfi.

Námskeið fyrir nýja leiðsögumenn með hreindýraveiðum var haldið í vetur. „Þeir sem sátu það þurfa svo að fara tvær veiðiferðir sem nemar með reyndum leiðsögumanni og þegar það er í höfn ásamt öðrum skilyrðum þá fá þeir skírteinið í hendur,“ útskýrir Jóhann. Um miðjan ágúst voru 11 af 32 komnir með réttindin.

Veitt sé sem vestast

Sérstök tilmæli eru frá Umhverfisstofnun um að veiðimenn leitist við að veiða sem stærstan hluta kvótans á svæði níu vestast á svæðinu í Suðursveit. Er tilgangurinn að draga úr líkum á að hreindýrin á svæði níu leiti milli sauðfjárveikivarnahólfa yfir í Öræfasveit, sem og að stuðla að fækkun hreindýra sem gengið hafi á Breiðamerkursandi og valdi þar gróðurskemmdum.

Skylt efni: hreindýraveiðar

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...