Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þungar áhyggjur af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda
Mynd / MÞÞ
Fréttir 12. október 2020

Þungar áhyggjur af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Í heimsfaraldri vegna COVID-19 fengu Íslendingar áminningu um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir í bókun frá Byggðarráði Húnaþings vestra og sveitarstjórnum Dalabyggðar, Strandabyggðar og Reykhólahrepps sem lýst hafa yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Þá átelja sveitarstjórnir einnig seinagang við birtingu afurðastöðvaverðs nú í haust.

Sauðfjárrækt er mikilvæg búgrein í öllum sveitarfélögunum fjórum og ein af forsendum búsetu í dreifbýli. Rúmlega 21% af framleiðslu kindakjöts í landinu árið 2019 fór fram í þessum sveitarfélögum.

Vilja sjá afurðaverð fyrir 2021 gefið út um áramót

„Á undanförnum árum hafa orðið ábúendaskipti á þónokkrum bújörðum í sveitarfélögunum og yngra fólk með fjölskyldur tekið við. Þessar fjölskyldur efla samfélagið, styðja við þjónustu ásamt því að halda uppi atvinnustigi. Líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauðfjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku“, segir í bókuninni og er skorað á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót.

Bent er á að samkvæmt samantekt Landssamtaka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjárbænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtrar verðskrár 2020 er vegið meðalverð 502 krónur fyrir kílóið. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlagsþróun frá 2014 ætti það að vera 690 krónur. Því vantar enn tæpar 200 krónur upp á afurðastöðvaverð fylgi verðlagsþróun. 

„Skapa þarf greininni stöðugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu.“

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...