Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Eiður Gunnlaugsson, formaður stjórnar Kjarnafæðis, og Ólafur Rúnar Ólafsson sölustjóri fyrirtækisins.
Eiður Gunnlaugsson, formaður stjórnar Kjarnafæðis, og Ólafur Rúnar Ólafsson sölustjóri fyrirtækisins.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 13. október 2016

Þvert um geð að rýra tekjur annarra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Eiður Gunnlaugsson, formað- ur stjórnar Kjarnafæðis, segir það hafa verið óskemmtilega ákvörðun að lækka verð til bænda nú í yfirstandandi sláturtíð. Hún hefði hins vegar verið óhjákvæmileg. Kjarnafæði á og rekur SAH Afurðir á Blönduósi og á að auki hlut í sláturhúsinu á Vopnafirði. Eiður mætti á fund félaga sauðfjárbænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum sem haldinn var á Hrafnagili nýverið.

Benti Eiður á að félagið hefði eflaust ekki fengið afurðalán nema vegna þess að gripið var til þess ráðs að lækka verð á afurðum til bænda nú í haust. „Ef þið væruð ekki til, værum við það ekki heldur. Okkur er það þvert um geð að rýra tekjur annarra,“ sagði Eiður á fundinum.

Hann gat þess jafnframt að Kjarnafæði væri í einkaeigu og það væri fyrst og fremst matvælaframleiðandi sem hefði í sjálfu sér ekki endilega áhuga fyrir því að hafa rekstur sláturhúsa á sinni könnu. Menn gætu velt fyrir sér af hverju félagið hefði gert tilboð í Norðlenska í fyrravor. „Það var kannski okkar framlag í þá átt að fækka sláturhúsum í landinu,“ sagði hann.

Skylda okkar að grípa inn í

Kjarnafæði hefur átt hlut í sláturhúsinu á Blönduósi í yfir 30 ár. Leitað var til félagsins þegar svo var komið að verulega hafði sigið á ógæfuhliðina. Greindi Eiður frá því að Kjarnafæðismenn hefðu í fyrstu ráðlagt Húnvetningum að leita til nágranna sinna hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, KS eða jafnvel til SS. Ekki hafi verið vilji fyrir því meðal heimamanna á þeim tíma. „Við vorum beðnir um að grípa inn í og við gerðum það, fannst það skylda okkar vegna mikilla og góðra tengsla frá fyrri tíð,“ sagði Eiður.

Kvað hann útlitið bjartara nú en var í fyrra, svo framarlega sem menn missa verð ekki meira niður en orðið er. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...