Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Tillögur að aðgerðum vegna erfiðrar stöðu í sauðfjárrækt
Fréttir 24. ágúst 2017

Tillögur að aðgerðum vegna erfiðrar stöðu í sauðfjárrækt

Höfundur: Vilmundur Hansen
Fulltrúar Landssamtaka sauðfjár­bænda og Bænda­samtaka Íslands hafa átt í viðræðum við atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðherra um aðgerðir til að bregðast við bráðavanda sauðfjárræktarinnar frá því í mars. 
 
Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að vandann megi meðal annars rekja til sviptinga á alþjóðlegum mörkuðum, lokunar Noregsmarkaðar, Brexit og styrkingar íslensku krónunnar. 
 
Viðræður frá því í mars
 
„Landssamtök sauðfjárbænda og Bændasamtök Íslands hafa átt í viðræðum við atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um aðgerðir til að bregðast við bráðavanda sauðfjárræktarinnar frá því í mars. Þrátt fyrir það hefur ekki enn fengist niðurstaða í viðræðurnar þótt bændur hafi lagt fram ítarlegar tillögur um miðjan ágúst um fjölþættar aðgerðir til að bregðast við vandanum með heildstæðum hætti. 
 
Hugmyndir bænda ganga út á að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, taka á birgðastöðu og auka um leið nýja tekjumöguleika til sveita með því að ráðast í öflugt kolefnis­jöfnunar­verkefni. Að auki verði sett í gang vinna við að endurskoða nýsköpunarumhverfi sauðfjárræktarinnar, gera úttekt á afurðastöðvakerfinu og skoða sérstaklega lánamál bænda.“
 
Unnsteinn segir að þrátt fyrir ágæta sölu á innanlandsmarkaði árið 2016 og það sem af er 2017, séu líkur á óhóflegri birgðasöfnun á lambakjöti. „Til að bregðast við þessu viljum við fara út í aðgerðir sem taka varanlega á þeim vanda sem steðjar að íslenskri sauðfjárrækt til að koma í veg fyrir fjölda­­gjaldþrot bænda og byggða­röskun.
 
Markmiðið er að aðgerðirnar skili árangri strax í haust og að komist verði hjá allt að þriðjungs tekjuskerðingu bænda vegna hruns á afurðaverði og reiknað er með að komið verði á jafnvægi í kindakjötsframleiðslu strax árið 2018.
 
Fækkun fjár um allt að 20% 
 
Tillaga LS og BÍ er að fé verði fækkað um allt að 20% með því að gefa þeim sem velja að hætta sauðfjárframleiðslu kost á að halda 70% af greiðslum sauðfjársamnings árið 2017 í fjögur ár og greiða sérstakt sláturálag á ær haustið 2017. 
 
Lagt er til að aðgerðirnar verði fjármagnaðar með tilfærslum innan búvörusamnings og sérstöku einsskiptis viðbótar­framlagi ríkisins. Þá verði gæðastýringargreiðslur frystar í tvö ár til að aftengja þá framleiðsluhvata sem þær geta orsakað.
 
Unnsteinn segir að hugmyndin sé einnig að ráðast í sérstakt kolefnisjöfnunarverkefni í samvinnu við sauðfjárbændur. 
 
„Markmiðið er að nýta krafta bænda til að vinna að markmiðum Íslands í loftslagsmálum og kolefnisjafna íslenska sauðfjárrækt með samdrætti í losun og bindingu með uppgræðslu, skógrækt, endurheimt votlendis og öðrum aðgerðum.“ 
 
Sveiflujöfnun birgða 
 
Að sögn Unnsteins eru tvær leiðir til að bregðast við þeim birgðavanda sem blasir við næsta haust. 
 
„Að kaupa verulegt magn af kjöti út af markaðnum og fela einhverjum að afsetja það utan landsteinanna. Slíkri aðgerð fylgir verulegur viðbótarkostnaður og ætla má að um 50 til 60% af honum fengist til baka með söluandvirði kjötsins. 
 
Hins vegar að afurðastöðvum verði gert að flytja út ákveðið hlutfall af lambakjötsframleiðslu sinni. Með því verður hægt að leysa birgðavandann og tryggja að allar afurðastöðvar taki þátt í því með sambærilegum hætti,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...